fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hún giftist ástinni sinni einu – Fimm mánuðum síðar var hulunni svipt af skelfilegu leyndarmáli hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir að hún hafði gifst ástinni sinni einu og sönnu fékk hún hræðilegar upplýsingar sem sviptu hulunni af skelfilegu leyndarmáli eiginmannsins. Verra gat það varla orðið og væntanlega er hjónabandið á enda.

Á mánudaginn var maðurinn, Jake Jensen, sem er 29 ára handtekinn og kærður fyrir að hafa orðið 19 mánaða dóttur konunnar að bana í janúar 2016. Jensen var ekki faðir stúlkunnar. New York Post skýrir frá þessu.

Þar kemur fram að þann 2. janúar 2016 hafi sjúkraflutningsmenn verið sendir á heimili móðurinnar og unnusta hennar, Jake Jensen, í Utah í Bandaríkjunum. Dóttir konunnar hafði fengið flogakast. Móðirin og Jensen vildu ekki láta flytja stúlkuna á sjúkrahús en lofuðu að fara með hana til læknis.

Lögreglan segir að það hafi þau ekki gert. Tveimur dögum síðar fékk stúlkan annað flogakast og var þá loks farið með hana á sjúkrahús. Hún var meðvitundarlaus við komuna þangað og komst aldrei aftur til meðvitundar áður en hún lést.

Hún var með áverka á höfði og augum og báðir fótleggir hennir voru brotnir. Læknar á Primary Children‘s sjúkrahúsinu sögðu að áverkar hennar væru þess eðlis að hún hefði orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi og að hún hefði líklegast þjáðst um hríð.

Í bæði skiptin sem litla stúlkan fékk flog var Jensen einn heima með hana en móðir hennar var í vinnu. Hann gat ekki gefið neinar skýringar á áverkunum.

Stúlkan fæddist töluvert fyrir tímann og var með heilaskemmdir og var því seinþroska auk þess sem hún var máttlítil í vinstri hlið líkamans.

Móðir hennar og Jensen eignuðust barn í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“