Fréttir

Hún giftist ástinni sinni einu – Fimm mánuðum síðar var hulunni svipt af skelfilegu leyndarmáli hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 07:37

Skömmu eftir að hún hafði gifst ástinni sinni einu og sönnu fékk hún hræðilegar upplýsingar sem sviptu hulunni af skelfilegu leyndarmáli eiginmannsins. Verra gat það varla orðið og væntanlega er hjónabandið á enda.

Á mánudaginn var maðurinn, Jake Jensen, sem er 29 ára handtekinn og kærður fyrir að hafa orðið 19 mánaða dóttur konunnar að bana í janúar 2016. Jensen var ekki faðir stúlkunnar. New York Post skýrir frá þessu.

Þar kemur fram að þann 2. janúar 2016 hafi sjúkraflutningsmenn verið sendir á heimili móðurinnar og unnusta hennar, Jake Jensen, í Utah í Bandaríkjunum. Dóttir konunnar hafði fengið flogakast. Móðirin og Jensen vildu ekki láta flytja stúlkuna á sjúkrahús en lofuðu að fara með hana til læknis.

Lögreglan segir að það hafi þau ekki gert. Tveimur dögum síðar fékk stúlkan annað flogakast og var þá loks farið með hana á sjúkrahús. Hún var meðvitundarlaus við komuna þangað og komst aldrei aftur til meðvitundar áður en hún lést.

Hún var með áverka á höfði og augum og báðir fótleggir hennir voru brotnir. Læknar á Primary Children‘s sjúkrahúsinu sögðu að áverkar hennar væru þess eðlis að hún hefði orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi og að hún hefði líklegast þjáðst um hríð.

Í bæði skiptin sem litla stúlkan fékk flog var Jensen einn heima með hana en móðir hennar var í vinnu. Hann gat ekki gefið neinar skýringar á áverkunum.

Stúlkan fæddist töluvert fyrir tímann og var með heilaskemmdir og var því seinþroska auk þess sem hún var máttlítil í vinstri hlið líkamans.

Móðir hennar og Jensen eignuðust barn í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“