Fréttir

Blaðamaður sleppur við að mæta fyrir dóm

Engir eftirmálar af beinum samskiptum blaðamanns við hinn grunaða í Birnu-málinu

Sigurvin Ólafsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 12:00

Eins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum þá fékk Thomas Möller Olsen, sem er gefið að sök að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, Facebook-skilaboð frá íslenskum blaðamanni á meðan Birna var ófundin og rannsókn lögreglu var á viðkvæmu stigi. Var haft eftir Grími Grímssyni, sem stýrði rannsókn málsins á sínum tíma, að sú tilraun blaðamannsins að leita upplýsinga í málinu beint frá hinum grunaða hafi verið ámælisverð, hún hefði mögulega getað spillt rannsókn málsins og valdið sakarspjöllum. Í skýrslutökum fyrir héraðsdómi í síðasta mánuði kom meðal annars fram af hálfu skipverja Polar Nanoq, þar sem Thomas var staddur þegar skilaboðin bárust, að hegðan hans um borð hafi breyst strax eftir að hann fékk skilaboðin. Hann hafi orðið órólegur og taugaóstyrkur, misst alla matarlyst og engu svarað spurningum skipverjanna. Í kjölfarið hafi hann fengið róandi lyf hjá skipstjóranum.

Í samtali við DV þann 19. júlí sl. upplýsti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að blaðamaðurinn sem sendi umrædd skilaboð yrði leiddur fyrir dóminn sem vitni í málinu. Samkvæmt heimildum DV liggur hins vegar fyrir að ekki mun verða af því. Jafnframt hefur DV fengið staðfest frá Grími Grímssyni að lögreglan muni ekki heldur aðhafast frekar vegna þessarar umdeildu skeytasendingar blaðamannsins, hann verði ekki kallaður til skýrslutöku fyrir lögreglu og málið ekki rannsakað frekar. Virðist því vera sem ekki muni verða neinir eftirmálar vegna þessa hluta málsins. Umræddur blaðamaður starfar ekki lengur í fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja