Fréttir

Systur heyrðu hljóð berast úr runna – Brá mikið þegar þær kíktu inn í hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 08:03

Síðdegis á þriðjudaginn voru tvær systur í gönguferð í hverfinu sem þær búa í. Skyndilega heyrðu þær undarleg hljóð berast frá runna í bakgarði íbúðarhúss í hverfinu. Þær fóru og könnuðu málið. Þegar þær kíktu inn í runnann brá þeim mikið og hringdu strax í lögregluna.

Inni í runnanum var plastpoki og út úr honum stóðu tveir agnarsmáir fætur. Systurnar opnuðu að sjálfsögðu pokann og fundu kornabarn í honum. Þetta reyndist vera stúlka. Móðir hennar hafði skilið hafa eftir í poka í runnanum þremur dögum áður en litla stúlkan hafði lifað af í þrjá daga í pokanum inni í runnanum.

Þetta átti sér stað í bænum Elmira í New York ríki í Bandaríkjunum. Önnur systranna sagði í samtali við Weny sjónvarpsstöðina að aðeins fætur stúlkunnar hafi staðið út úr pokanum en höfuð hennar hafi verið alveg hulið inni í pokanum.

Stúlkan var strax flutt á sjúkrahús og er ástand hennar stöðugt að sögn yfirvalda.

Lögreglan hefur nú haft uppi á móður stúlkunnar en hún er 17 ára og býr í bænum Sayre í Pennsylvania en hann er í um 30 km fjarlægð frá Elmira. Móðirin var handtekin og á yfir höfði sér að verða ákærð fyrir morðtilraun. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja