fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Japan mun ekki líða ögranir frá Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 05:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönsk stjórnvöld vöruðu stjórnvöld í Norður-Kóreu við í dag og sögðu að þar á bæ muni ögranir af hálfu Norður-Kóreu ekki verða liðnar. Japanska ríkisstjórnin tilkynnti þetta í dag. Ástæðan er að talsmenn hers Norður-Kóreu hafa sagt að unnið sé að gerð áætlunar um árás á eyjuna Guam í Kyrrahafi en hún er bandarískt yfirráðasvæði. Samkvæmt áætluninni á að skjóta fjórum eldflaugum á Guam og eiga þær að fara yfir Japan.

Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar sagði að aðgerðir Norður-Kóreu væru skýrar ögranir sem beinast að þessum heimshluta og gegn öryggi Japan og heimsins. Þetta verði ekki liðið.

Kim Rak Gyom, sem stýrir eldflaugadeild hers Norður-Kóreu, segir að fyrirhugað sé að skjóta eldflaugum sem lenda í sjónum í um 30 til 40 km fjarlægð frá Guam. Síðan verði beðið eftir fyrirmælum yfirmanns kjarnorkuvopnabúrs landsins um næstu skref. Þetta kom fram í umfjöllun KCNA sem er ríkisfréttastofa Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga