fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Þingmaður Pírata: „Myndi ekki hika við að pynta og drepa mann sem myndi brjóta gegn mínu barni“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 7. júlí 2017 11:43

„Það er ógeðfelld tilhugsun að barnaníðingur geti verið lögmaður, lögreglumaður, ráðherra … Það er líka ógeðfelld tilhugsun að hann geti verið skurðlæknir eða blaðamaður, búið í grennd við skóla og að hann geti gefið blóð og eignast börn. Sammála?“

Að þessu spyr Eva Hauksdóttir á Facebook-síðu sinni. Eva hefur varpað fram níu spurningum til vina sinna á samskiptamiðlinum um mál tengd lögmanninum Robert Downey sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín á ný. Robert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá hefur Anna Katrín Snorradóttir stígið fram og kært Robert Downey og sakar hann um að hafa brotið á sér kynferðislega um nokkurra ára skeið.

Fjölmargir hafa tekið þátt í umræðum á Facebook-vegg Evu. Lögmenn, stjórnmálafræðingar, forsetaframbjóðandi og svo er það þingmaður Pírata, Gunnar Hrafn Jónsson sem hefur látið mikið á sér kveða og talað tæpitungulaust. Segir Gunnar Hrafn að hann myndi ekki hika við að pynta og drepa manneskju sem myndi brjóta á hans barni. 16 ára fangelsi væri vel þess virði að hans sögn. Þá segir Gunnar Hrafn að þeir sem fremja kynferðisbrot séu fjölbreyttur hópur en þingmaðurinn lærði afbrotafræði í háskóla. Þar segir hann að það hafi komið honum á óvart að þeir kynferðisbrotamenn sem þekktu fórnarlömb sín, tengdust þeim fjölskylduböndum flokkuðust ekki sem pedófílar samkvæmt skilgreiningu á því heilkenni. Í ljósi þess þyrfti að meðhöndla kynferðisbrotamennina með mismunandi hegningu og sálfræðimeðferð.

„ … í flestum ef ekki öllum tilvikum er hættan á því að þeir brjóti aftur af sér svo mikil að ég myndi vilja binda það í lög að þeim yrði fylgt eftir ævilangt,“ segir Gunnar Hrafn og bætir við á öðrum stað:

„Það er ágætt að halda því til haga að barnagirnd flokkast ekki sem geðveiki og geðveikir eru ekkert líklegri til að vera perrar en nokkur annar. Þetta er flokkað sem persónuleikaröskun á borð við sósíópatíu eða síkópatíu.“

Gunnar Hrafn segir einnig:

Eva Hauksdóttir hóf umræðurnar en á Facebook-síðu Evu hefur fjöldi manns tjáð sig um mál Roberts Downey.
Hóf umræðurnar Eva Hauksdóttir hóf umræðurnar en á Facebook-síðu Evu hefur fjöldi manns tjáð sig um mál Roberts Downey.

„Barnaníðingar eru í mjög sjaldgæfu mengi sem ég á heimspekilega mjög erfitt með. Tæknilega ættu þeir að eiga alla möguleika á meðferð og lækningu en ég get ekki neitað því að ef einhver þeirra myndi leita á mitt barn þætti mér 16 ára fangelsi vel þess virði til að taka hann úr genamenginu.“

Björgvin Gunnarsson stuðningsfulltrúi og fyrrverandi blaðamaður tekur þátt í umræðunum og segir:

„Sammála, skil að þetta er geðsjúkdómur og er á móti dauðarefsingu en „guð“ hjálpi þeim sem bryti á dóttur minni.“

Gunnar Hrafn svarar:

„Já, sammála, þetta er soldið spes en ég myndi ekki hika við að pynta og drepa mann sem myndi brjóta gegn mínu barni. Kannski þýðir það að ég sé hræsnari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?