fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lestarslys í Barcelona – Minnst 48 slasaðir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. júlí 2017 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 48 manns slösuðust þegar tvær farþegalestir lentu í árekstri klukkan 07.15 að staðartíma. Fimm eru sagðir lífshættulega slasaðir.

El Mundo og fleiri fjölmiðlar segja frá þessu. Í tilkynningu frá yfirvöldum kemur fram að lestarstjórarnir séu alvarlega slasaðir. Önnur lestin var að koma frá Sant Vicenc de Calders og lenti í árekstri við hina á Estación de Francia.

Fram hefur komið að svo virðist sem lestarstjóri fyrrnefndu lestarinnar hafi ekki hemlað þegar hann ók inn á lestarstöðina en þar var hin lestin kyrrstæð.

Að minnsta kosti 18 manns hafa verið fluttir á sjúkrahús og tugir fá aðhlynningu á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“