fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Valitor varar við svika tölvupóstum til korthafa

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valitor hefur orðið vart við tilraunir óprúttinna aðila til kortasvika þar sem korthafar eru beðnir um að opna link í tölvupósti og gefa upp allar kortaupplýsingar auk Verified by Visa númers sem korthafar fá sent í SMS. Valitor vill að þessu tilefni vara fólk eindregið við svona tölvupóstum því þetta er mjög þekkt aðferð til að blekkja fólk.

Í tilkynningu kemur fram að tölvupóstar sem um ræðir núna séu ssendir út með vörumerkjum þekktra fyrirtækja, jafnt innlendum sem erlendum, og því fyllsta ástæða til að vera á varðbergi. Oft er verið að tilkynna í þessum póstum um að korthafar eigi von á endurgreiðslum eða um einhverskonar þjónusturöskun sem kallar á umsvifalausa aðgerð.

Af þessum sökum eru korthafar hvattir til að hafa eftirfarandi í huga:

Korthafar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp Verified by VISA öryggisnúmer sem sent er í GSM síma þegar boð um endurgreiðslu berast. Enda er ekki þörf á því númeri þegar gerð er endurgreiðsla heldur á þetta númer aðeins við þegar korthafar eru sjálfir að versla á netinu.

Korthafar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp þriggja stafa öryggisnúmer sem er aftan á kortunum þegar um endurgreiðslur er að ræða. Korthafar sem fá boð um inneign hjá söluaðila ættu í öllum tilfellum að hafa samband við viðkomandi aðila til þess að fá upplýsingar um inneign og passa að gefa engar upplýsingar upp fyrr en staðfesting liggur fyrir.

Varast pósta á lélegri íslensku. Erlend fyrirtæki senda venjulega allt á ensku.

Ekki opna hlekki í tölvupóstum sem þú kannast ekki við.

Korthafar sem gefa upp allar öryggisupplýsingar í tengslum við kortið til rangra aðila geta átt á hættu að bera sjálfir hugsanlegt tjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“