fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

17 ára stúlka stungin til bana í Kristiansand í Noregi – 15 ára stúlka grunuð um verknaðinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 05:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára stúlka lést af völdum áverka er hún hlaut í gær þegar 15 ára stúlka stakk hana og aðra manneskju í Sørlandssenteret í Kristiansand í Noregi. Mikið öngþveiti og skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni þegar stúlkan hljóp þar um með hníf á lofti og öskraði og veinaði.

Lögreglunni var tilkynnt um málið klukkan 17.30 í gær. Stúlkan ógnaði öryggisvörðum, starfsfólki í verslunarmiðstöðinni og viðskiptavinum. Hún hafði strokið frá unglingaheimili fyrr um daginn. Stúlkan sem lést starfaði í matvöruverslun í verslunarmiðstöðinni. Ekki hefur verið skýrt frá alvarleika meiðsla hins aðilans sem stúlkan stakk.

Vitni sögðu norskum fjölmiðlum að mikið hefði gengið á í verslunarmiðstöðinni og kallað hefði verið eftir aðstoð lækna í hátalarakerfi hennar.

Lögreglan kom fljótt á vettvang og handtók stúlkuna án þess að hún veitti mótspyrnu. Hún hefur komið við sögu lögreglunnar áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“