fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kona lést eftir að hafa verið bitin af villiketti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 06:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist örlagaríkt fyrir konu á sextugsaldri að ætla að hjálpa særðum villiketti. Hann beit hana og er talið að bitið hafi orðið konunni að bana. Banamein konunnar var vírus frá mítli en læknar telja að kötturinn hafi verið smitaður af slíkum vírus og að við bit hans hafi vírusinn borist í konuna.

Þetta átti sér stað í Japan en konan var á sextugsaldri. Læknar fundu ekki bit eftir mítil á konunni og telja því að vírusinn hafi borist með kattarbitinu. BBC segir að ef rétt reynist þá sé þetta í fyrsta sinn sem manneskja smitist á þennan hátt af spendýri.

Kötturinn drapst en hann var með mikil og greinileg merki þess að vera smitaður af vírusnum Thrombocytopenia Syndrome en tilvist hans í Asíu var staðfest nýlega. Vírusinn verður um 30 prósentum þeirra sem smitast af honum að bana.

Japanska heilbrigðismálaráðuneytið segir að mjög sjaldgæft sé að vírusinn berist í fólk en hvetur fólk samt sem áður til að sýna aðgæslu og nota viðeigandi hlífðarfatnað þegar það er nærri veikum dýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala