fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hæg breyting matvæla leið til að fá fólk til að borða hollari mat

Neytendur þurfa tíma til aðlagast – Neytendasamtök vilja frekar sykurskatt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn þýsku verslunarkeðjunnar Lidl segja að þeir muni minnka magn sykurs og salts í vörum sínum í þrepum yfir langan tíma. Þeir ætla að byrja á morgunkorni sem mun innihalda 20% minna af sykri árið 2025 en það gerir nú. Þeir munu einnig minnka sykur og salt í vörum eins og brauði, musli og eftirréttum.

Aðrar verslunarkeðjur í Þýskalandi hafa ákveðið að fylgja fordæmi Lidl eins og keðjan Rewe. Talsmenn Rewe segjast ætla að breyta brauði, morgunkorni, ís og drykkjum yfir lengri tíma. „Við viljum gefa viðskiptavinum okkar tíma til að aðlagast nýju bragði. Þeir ættu í raun ekki að taka eftir breytingunni á svo löngum tíma.“

Þeir segja að ef vörunni er breytt hægt þá finnist fólki það ekki vera að neyta nýrrar vöru og eigi þar með auðveldara með að breyta um neysluvenjur. Ekki kemur þó fram að hversu miklu leyti Rewe keðjan mun lækka magn sykurs og salts í sínum vörum.

Misjafnar skoðanir á átakinu

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafið átak í samvinnu við verslunarkeðjur og framleiðendur við að koma heilbrigðari matvælum á markað. Offita er sívaxandi vandamál í Þýskalandi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Sífellt fleiri Þjóðverjar hrjást af hjartasjúkdómum og áunninni sykursýki.

Neytendasamtökin Foodwatch segja þó að þetta sé ekki rétt leiðin til að breyta neysluvenjum fólks. Rétta leiðin sé að skattleggja vörur eins og gosdrykki og sælgæti hátt til að fæla fólk frá þeim. Olivier Huizinga frá samtökunum segir:
„Flestir gosdrykkir hressa þig ekki við, þeir gera þig veikan.“

Gerrit Heinemann hjá háskólanum við Neðri Rín segir breytingar verslunarkeðjanna hins vegar vera jákvæðar. Úrvalið í hillunum er ekki gott en það er að verða betra. Hann segir það sé mikinn mun á því hvað fólk segist kaupa og hvað það kaupir í raun og veru.

„Ef þú spyrð neytanda hvað hann keypti í versluninni, þá nefnir hann bara það heilsusamlega. En þegar hann stendur frammi fyrir hillunum, kaupir hann samt Coca-Cola og feitt svínakjöt á grillið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“