Sunna fékk perralega og óviðeigandi gjöf frá fastagesti: „Ég skalf og titraði í góðan hálftíma“

Sunna Ruth Stefánsdóttir greinir frá innan Facebook-hópsins Sögur af dónalegum viðskiptavinum frá ógeðfelldri upplifun sem lent í á dögum. Hún var að afgreiða á bar þegar fastagestur gaf henni vægast sagt óviðeigandi gjöf.

„Ég er að vinna á bar. Í gær var þar kúnni sem sat allan daginn og virtist fínn, fastakúnni og svona, fékk sér nokkur vínglös, þrjú til fjögur. Hann hverfur eitt skiptið en kemur til baka og færir okkur þrem konum sem voru að vinna rósir. Huggulegt og allt í góðu með það. Síðar um daginn hverfur hann aftur en kemur til baka með poka til mín. Í pokanum voru nærföt handa mér. Mér var svo brugðið og óglatt að ég skalf og titraði í góðan hálftíma eftir á og hélt hreinlega að ég færi að grenja,“ segir Sunna.

Hún segist þó hafa náð að halda andlitinu og klárað vaktina. „Þegar hann var að fara þá talaði vaktstjórinn við hann og hún sagði honum að þetta væri ekki í boði, hún var brjáluð yfir þessu, og bað hann að biðjast afsökunar. Karlinn þóttist ekkert skilja af hverju ég gat ekki bara tekið við gjöfinni og af hverju þetta væri óviðeigandi. Konur þurfa náttúrulega að vera bara duglegri að taka við nærfatagjöfum frá ókunnugum eldri mönnum. Hann bað mig ekki afsökunar og er núna í banni. Elska vinnustaðinn minn,“ segir Sunna.

Færsla Sunnu vakti talsverð viðbrögð og voru langflestir á því að þetta hafi verið mjög óviðeigandi og rétt viðbrögð hjá vaktstjóranum. Einn, Kjartan Ingi Jónsson, spurði þó hvers vegna hún hafi ekki tekið við nærfötunum. „Ég ætla að vona að þau sem þú varst í hafi verið betri he he,“ segir Kjartan Ingi og bætir við: „Rosalega hugsið þið illa til fólks kannski vildi hann bara vera almennilegur og fékk ekki betri hugmynd en þetta fannst ykkur samt allt i lagi að taka við blómum frá svo svakalegum perra.“

Þórlaug Ágústsdóttir Pírati svarar honum og skrifar: „Vandamálið er að hann er að gefa ókunnugri konu sem vinnu sinnar vegna þurfti að umgangast hann nærföt - ekki köku, ekki leggings, ekki bók - heldur nærföt af því að hann meinti eitthvað með því. Hann var m.ö.o. að reyna við hana á mjög creepy og óviðeigandi hátt. Það meina ekki allir stalkerar og gluggagægjar og flassarar og nauðgarar illt - en allir eiga þeir það sammerkt að virða ekki mörk kvenna/barna/fólks með misjafnlega alvarlegum afleiðingum. Vandamálið er líka það að þeir sem yfir höfuð virða ekki mörk á einum stað eru líklegir til að vera markalausir annarstaðar líka, og það getur beinlínis verið hættulegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.