fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Alþjóðalögreglan varar Evrópuríki við 173 meintum sjálfsvígssprengjumönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 06:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðalögreglan Interpol hefur varað Evrópuríki við 173 nafngreindum vígamönnum úr röðum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Interpol telur að mennirnir hafi hugsanlega verið þjálfaðir til að fremja sjálfsvígssprengjuárásir í Evrópu í hefndarskyni fyrir mikla ósigra Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.

Breska dagblaðið The Guardian skýrir frá þessu. Blaðið segir að listinn sé byggður á upplýsingum frá bandarískum leyniþjónustustofnunum en þeirra var aflað í sókninni gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Meðal þeirra gagna sem liggja til grundvallar listanum er ýmisleg sem fannst við leit í ýmsum leynistöðum Íslamska ríkisins.

Evrópsk yfirvöld hafa áhyggjur af að sjálfsvígssprengjumenn leiti til Evrópu í kjölfar hruns hins yfirlýsta Íslamska ríkis og kalífadæmis þess. The Guardian, sem hefur listann með nöfnum hinna meintu sjálfsvígssprengjumanna undir höndum, hefur ekkert komið fram enn sem sýnir að fólk af þessu lista sé komið til Evrópu.

Interpol telur að allir þeir sem eru á listanum séu færir um að ferðast á milli landa til að taka þátt í hryðjuverkaárásum. Fólkið er talið hafa hlotið þjálfun tl að smíða sprengjur og sprengja þær til að valda sem mestu manntjóni.

Á listanum koma nöfn viðkomandi fram, hvenær fólkið gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin, síðasta þekkta heimilisfang viðkomandi, hvaða mosku fólkið sótti til bænahalds og myndir af viðkomandi.
Sameinuðu þjóðirnar áætluðu 2015 að um 20.000 erlendir vígamenn væru í Írak og Sýrlandi, þar af um 4.000 frá Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga