fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Varaformaður Ungra Pírata hjólar í VG vegna fóstureyðinga: „Er það ekki bara aumingjaskapur?“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 21. júlí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Alma Guðjónsson, varaformaður Ungra Pírata, gagnrýnir Vinstri græna harðlega á Pírataspjallinu fyrir að hafa ekki gert fóstureyðingar, eða þungunarrof, með öllu löglegar. Þar á hann við að á Íslandi eru fóstureyðingar ekki valfrjálsar að ósk móður þó heimild sé nær alltaf gefin.

„Á Íslandi er einn ákveðinn flokkur sem kennir sig sérstaklega við femínisma, og auglýsir sem slíkan umfram alla aðra að eigin sögn. Því finnst mér merkilegt að þrátt fyrir að hafa verið heilt kjörtímabil í ríkisstjórn í ríkisstjórn, með öðrum flokk sem einnig hefur femíníska stefnu, að þungunarrof sé enn de jure ólöglegt á Íslandi nema með undanþágum. Þótt undanþágan sé nánast alltaf veitt er ferlið óþægilegt að mér skilst og óþarft, og sviptir konur sínu kynfrelsi,“ skrifar Ásmundur.

Nokkrar umræður hafa sprottið upp vegna innleggs Ásmundar. Sigurður Ingi Kjartansson bendir á að í samsteypustjórnum komist ekki öll mál í gegn. „Kannski er eitthvað annað framar í forgangi hjá viðkomandi flokki þar sem þetta er fyrst og fremst táknrænt þar sem eftir því sem ég best veit hefur engum verið neitað um fóstureyðingu undanfarna áratugi,“ skrifar hann.

Ásmundur svar honum og segir:

„Táknrænt og tilgangslaust og sóun á skattpeningum og niðurlægjandi fyrir konuna. Til hvers? Tveir femínískir flokkar geta ekki komið þessu einu sinni að sem þingmannamáli, er það ekki bara aumingjaskapur?“

Eyjólfur Vestmann Ingólfsson veltir fyrir hvort að karlmenn ættu ekki að hafa meiri rétt í ferlinu. „Virðist sem flestum finnist sjálfsagt að konur eyði börnum uppá sitt einsdæmi eins og það komi manninum ekki við sem á c.a. 50% í barninu. Er það ásættanlegt að hann hafi ekkert með málið að segja þar sem um er að ræða „líkama konunnar“. Hver er réttur karlmanna til þungunarrofs þá? Er þá ekki að sama skapi eðlilegt fyrir karlinn að hafna þungun með því að segjast ekki vilja taka þátt í lífi þess, uppeldi og kostnaði ef það fæðist?,“ spyr hann.

Upp úr þessu innleggi spretta upp nokkrar deilur. „Eyjólfur Vestmann Ingolfsson, nei, því karlinn gengur ekki með eða fæðir. Þegar barnið er komið, erum við farin að tala um rétt barnsins, sem er algjörlega fortakslaus í lögum og siðferði. Foreldrar, hvers kyns sem er, geta ekki afsalað sér ábyrgð á barni sem þegar er orðið til,“ skrifar Fríða Bragadóttir.

Íris Bjarnadóttir veltir fyrir sér hvort þetta tengist staðgöngumæðrun. „Getur verið að það sé mögulegt að þessir flokkar/flokkur séu ragir við þetta því að með því að viðurkenna fullt og óskorðað vald kvenna yfir líkama sínum til að enda eða halda áfram með þungun þurfi þeir líka að viðurkenna fullt og óskorðað kvenna yfir líkama sínum líka í öðrum tilfellum og þar af leiðandi rétt kvenna til að ganga með barn fyrir aðra, til að selja afnot af líkama sínum,“ skrifar hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi