fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Róbert ósáttur við dóminn: „Lögreglan hélt alveg „örugglega“ að ég væri út úr reyktur þennan örlagaríka dag“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 21. júlí 2017 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan hélt alveg „örugglega“ að ég væri út úr reyktur þennan örlagaríka dag sem ég ok út í sjoppuna,“ segir Róbert Benediktsson en hann gagnrýnir harðlega að hann hafi verið dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum kannabis þrátt fyrir að hann hafi ekkert reykt í um fjörutíu daga, að eigin sögn, þegar hann var handtekinn í fyrra.

Máli sínu til stuðnings bendir Róbert á að í ákæru á hendur honum kemur fram að ekkert kannabis hafi fundist í mælanlegu magni í blóði hans. Í ákæru þó kemur fram að kannabis hafi fundist í þvagi hans. Benedikt bendir á að þvagprufur mæli kannabisneyslu langt aftur í tímann meðan blóðprufur séu mikið áreiðanlegri mælikvarði. Hann bendir jafnframt á orðaval í ákærunni en þar stendur að hann hafi verið „óhæfur til að stjórna ökutækinu örugglega vegna áhrifa tetrahýdrókannabínólsýru“.

Róbert segist í samtali við DV reykja kannabis fyrst og fremst til að hjálpa sér við svefn og að hann myndi aldrei aka undir áhrifum. „Ég hef talað mikið um það hve mikið kannabis hjálpi mér með svefn, við verkjum, við stressi og depurð. Ég hef líka talað um að kannabis geti magnað undirliggjandi kvíða. Ég fæ mér, ekki öll kvöld, nokkra smóka fyrir svefn og vakna úthvíldur daginn eftir,“ segir Róbert.

Róbert segir að hann hafi jafnframt verið dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni nokkur grömm af kannabis. Hann segir það allt rétt og satt. „Ég var böstaður með sirka 3 til 4 grömm heima sama ár og þess vegna hafði ég ekki reykt neitt þann tíma sem ég nefni. Svo tók lögreglan hálfa jónu sem var á borðinu, settinu hana aftur a borðið og brosti til mín og sagði „ég veit þú þarft þetta til að sofa“ og fór. Ég hef aldrei og mun aldrei keyra undir áhrifum neins,“ segir Róbert.

Hann lýsir atvikinu þegar hann var handtekinn svo á Facebook-síðu sinni: „Í dag varð ég svo vitni að heimsku lögreglu og dómskerfi íslands. Ég ákvað snemma morguns 20. júní að keyra út í sjoppu í Hveragerði og fá mér kaffi. Þar birtist lögreglan og skipar mér inn í bíl og segir mig vera handtekinn. Ég var leiddur inn á klósett þar sem þvagsýni var tekið af mér og svo var ég keyrður á Selfoss í blóðprufur. Í síðustu viku fæ ég svo símtal frá lögreglu um það að ég eigi að koma og skrifa undir pappíra sem ég fór og gerði í gær. Ég er ákærður fyrir að hafa „örugglega“ keyrt undir áhrifum kannabis.“

Róbert hyggst áfrýja þeim hluta sem snýr að því að hann hafi ekið undir áhrifum. „Ég er núna án ökuréttinda í 3 mánuði, kominn á sakaskrá, á að greiða 145.000 krónur sekt innan 30 daga annars þarf ég að sitja inni í 10 daga og ég á að greiða allan sakarkostnað eða 117.171 krónur,“ segir Róbert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala