fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Móðir lést þegar hún reyndi að bjarga þriggja ára barni sínu frá drukknun

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. júlí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysið átti sér stað í Etang Long stöðuvatninu í Crans-Montana, sýslu í suðurhluta Sviss. Það er ekki ljóst hvernig þriggja ára drengurinn féll í vatnið en móðirin stökk á eftir til að reyna að bjarga honum. Konan, sem er frá Fílabeinsströndinni, var ósynd og slasaðist alvarlega í vatninu.

Hún náði að bjarga syninum upp úr vatninu en þurfti hjálp við að komast upp úr sjálf. Þyrla kom á svæðið til að flytja konuna á sjúkrahús í borginni Sion en vegna alvarleika áverka hennar var hún flutt á háskólasjúkrahúsið í Lausanne. Ekki tókst að bjarga lífi konunnar en barn hennar slapp með minniháttar áverka.

Slys og drukknanir af þessu tagi eru algeng í svissneskum stöðuvötnum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Helsta ástæðan er talin mikill fjöldi ósyndra landsmanna og ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“