fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Manntjón í jarðskjálfta við Eyjahaf – Flóðbylgjuviðvörun gefin út

Fjöldi eftirskjálfta og mikil eyðilegging

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júlí 2017 05:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tveir létust og rúmlega 100 slösuðust í öflugum jarðskjálta á Eyjahafi á milli Tyrklands og Grikklands í nótt. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Mikil eyðilegging hefur orðið á hamfarasvæðinu.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og byggir meðal annars á viðtölum við norska ferðamenn á svæðinu. Þeir sem létust og slösuðust voru á grísku eyjunni Kos sem er vinsæll ferðamannastaður. Nokkrir eru alvarlega slasaðir.

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en hálfs meters há flóðbylgja kom á land í Bodrum í Tyrklandi og á Kos. Sjór flæddi yfir götur og hús næst sjónum. Evrópska jarðskjálftastofnunin, EMSC, ráðleggur fólki að halda sig fjarri strandlengjunni en segir að það sé öruggt ofar.

Grískir hermenn hafa verið sendir til aðstoðar á Kos ásamt björgunarliði. Flestar byggingarnar sem skemmdust og eyðilögðust þar voru gamlar og byggðar áður en nýir byggingarstaðlar tóku gildi en í þeim er gerð krafa um að húsin geti staðið jarðskjálfta af sér. Í Tyrklandi hafa borist fregnir að tjóni á vatns- og rafmagnsleiðslum og að gasleiðslur hafi gefið sig.

Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS mældi styrk skjálftans 6,7 stig. Upptök hans voru 10,3 km sunnan við Bodrum og 16 km frá Kos. Skjálftinn fannst víða í Tyrklandi og á mörgum grískum eyjum. Í kjölfar hans hafa fylgt eftirskjálftar, meðal annars tveir sem mældust 4,4 og 4,7 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu