fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kynjaskipt skólarúta múslimaskóla brýtur ekki í bága við jafnréttislöggjöf

Forsætisráðherra: „Þetta er fyrirlitlegt“ – „Mistök“ segja skólayfirvöld

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð hefur úrskurðað svo að skólarúta þar sem kynjunum er haldið aðskildum brjóti ekki í bága við jafnréttislög. Hins vegar telur stofnunin kynjaskipta leikfimitíma brjóta í bága við lögin.

Í skólarútu Al-Azhar skólans, einkareknum grunnskóla í úthverfi Stokkhólms, sátu drengirnir fremst en stúlkurnar aftast. Eftir að sjónvarpsstöðin TV4 sýndi myndband af rútunni lenti málið í deiglunni og hafa margir stjórnmálamenn gagnrýnt fyrirkomulagið, þar á meðal forsætisráðherrann Stefan Löfven, sem í kjölfarið leiddi til þess að málið lenti inni á borði umboðsmanns og úttekt var gerð á skólanum öllum.

Löfven segir: „Þetta er fyrirlitlegt. Þetta á ekki heima í Svíþjóð. Hér tökum við rútuna saman, sama hvort þú ert stúlka eða drengur, kona eða karl“.

Strákarnir láta illa

Al-Azhar skólinn skilgreinir sig sem skóla fyrir múslima en samt er öllum heimilt að skrá sig í hann. Um 80% af starfsfólkinu eru ekki múslimar. Roger Lindquist hjá Al-Azhar-skólanum segir : „Þetta er ekki sem þekkist hér eða hefur verið samþykkt af stjórn skólans. Bæði ég og skólastjórinn erum búnir að skoða myndbandið og við þrætum ekki fyrir þetta en við styðjum þetta ekki. Ég veit ekki af hverju þetta gerðist, þetta voru mistök.“

Eftir að þeir könnuðu málið betur sögðu þeir ekki um kynjamismunun að ræða. Skiptingin í skólarútunni hafi verið gerð vegna þess að strákarnir höguðu sér svo illa. Því hafi verið tekið til þess ráðs að hafa þá alla saman fremst í rútunni.

Clas Lundestedt, talsmaður umboðsmanns sagði eftir rannsóknina: „Við rannsókn málsins fundum við engar sannanir fyrir því að jafnréttislöggjöfin hafi verið brotin í rútunni. En þegar kemur að kynjaskiptum leikfimitímum þá gerðum við athugasemd við það. Ef nemendum er skipt eftir kyni í íþróttakennslu er hætta á því að einhverjum nemendum yrði mismunað. Við munum skoða það mál betur síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat