fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Ég er miður mín yfir þessu“

12 ára barnabarn Ingibjargar brenndist illa í Vesturbænum -Voru að rífa upp illgresi þegar hann fékk safa úr bjarnarkló á hendurnar

Kristín Clausen
Föstudaginn 21. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni lenti Ingibjörg Dalberg í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að 12 ára dóttursonur hennar brann illa á höndum eftir að hafa aðstoðað hana við garðverkin. Við nánari athugun kom í ljós að skaðvaldurinn er plantan bjarnarkló sem heyrir undir risahvannir. Bjarnarklóin er eitruð og ef safi hennar berst á húð getur hún brunnið illa í sólarljósi. „Við vorum bara í hefðbundinni garðvinnu. Að rífa upp illgresi og snyrta til,“ segir Ingibjörg, sem er búsett í Vesturbænum. Tveir sólarhringar liðu frá því að drengurinn komst í snertingu við bjarnarklóna og þar til hann fór að kenna sér meins.

Tegundir risahvanna

Í Reykjavík hafa fundist þrjár tegundir af tröllahvönnum sem allar eru af ættkvíslinni Heracleum.

Bjarnarkló (Heracleum mantegazzianum) er algengust og einnig varasömust því hún nær mestri stærð. Plönturnar geta orðið yfir þrír metrar á hæð og stöngullinn allt að 100 mm í þvermál. Alla jafna er einungis einn blómstöngull. Blöðin eru afar stórgerð og tvísagtennt og því yfirleitt auðþekkjanleg. Magn plöntusafa í stönglum og blöðum er oft mjög mikið og því hættan á alvarlegum brunasárum töluverð.

Tröllakló (Heracleum persicum) er einnig stórvaxin en fíngerðari en bjarnarklóin og auk þess yfirleitt með nokkra blómstöngla. Hún er algeng í görðum en virðist lítið dreifa sér þrátt fyrir að mynda fleiri blómsveipi að jafnaði.

Húnakló (Heracleum sphondylium) er minnst og fíngerðust af tröllahvönnunum. Hún getur náð 2–3 m hæð en er alla jafna mun minni. Hún er ekki eins algeng í borgarlandinu, en þar sem hún finnst dreifir hún sér mjög hratt.

Ber sig vel

„Drengurinn og fjölskylda hans voru komin til útlanda þegar hann byrjaði að fá verki í hendurnar og stærðarinnar blöðrur. Í fyrstu höfðum við enga hugmynd um hvað væri að angra drenginn. Foreldrar hans fóru með hann á sjúkrahús en þau töldu hann hafa brennt sig á brenninetlu. Læknarnir sem skoðuðu hann útilokuðu það en töldu samt sem áður að hann hefði komist í snertingu við eitraða plöntu. Það var svo fyrir tilviljun að ég sá umfjöllun um bjarnarkló og lagði saman tvo og tvo.“

Ingibjörg segir að það hafi verið mikið áfall að vita að svo skæða plöntu væri að finna í garðinum sínum. Ástæðan fyrir því að hún sjálf slapp við brunasár er að hún var með hanska en ekki dóttursonurinn. Ingibjörg bendir þó á að bæði hafi þau þvegið sér vel um hendurnar eftir að þau komu inn úr garðinum. „Ég er miður mín yfir þessu. Þetta var mjög sársaukafullt fyrir hann en hann ber sig vel.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ingibjörg veit til þess að bjarnarkló, sem og aðrar tegundir risahvannar, sé að finna víða í Vesturbænum. „Þetta berst gríðarlega hratt út. Þessar risahvannir eru á lóðum fólks, á leikvöllum og opnum svæðum þar sem börn, sem og fullorðnir, geta auðveldlega komist í snertingu við þessa stórhættulegu plöntu.“

Eftir að Ingibjörg komst að því hversu skæð bjarnarklóin er ákvað hún að leita betur í garðinum og fann á milli 60 og 70 litlar plöntur. „Ég tók garðinn í gegn í vor og bjarnarklóin var ekki þarna þá. Þetta sýnir bara hvað hún breiðist hratt út og að tími sé kominn á að garðeigendur og borgin taki höndum saman til að útrýma þessum skaðvaldi fyrir fullt og allt. Þetta er algjör plága.“

Mögulegar aðgerðir

Að losna við risahvannir er langtímaverkefni og er mikilvægt að ráðast af fullum krafti í eyðingu þeirra sem fyrst. Sé beðið of lengi má búast við að vandamálið aukist mikið með tímanum. Bæði bjarnarkló og tröllakló hafa gríðarlega mikla fræframleiðslu en talið er að hver planta geti framleitt allt að 20 þúsund fræ. Ef um er að ræða aðeins eina eða fáar plöntur má klippa þær niður og grafa ræturnar upp. Þó má gera ráð fyrir að plantan geri vart við sig í allt að þrjú ár, ef ekki lengur, eftir að rætur hafa verið grafnar upp. Því þarf að fylgjast vel með vaxtarstað plöntunnar í nokkur ár á eftir. Séu plönturnar orðnar fleiri og jafnvel farnar að mynda stórar breiður þarf skipulagt átak til að ráða niðurlögum plöntunnar. Hér þarf þá oftast að notast við blandaða aðferð, klippingu plantnanna, uppgreftri róta og notkun illgresiseyðis, allt eftir umfangi. Gera má ráð fyrir því að beita þurfi þessum aðferðum í þrjú ár eða lengur. Að auki er mjög mikilvægt að þurrka risahvannir og þar með drepa ræturnar áður en þeim er fargað.

Skæðar plöntur

Síðustu misseri hefur nokkuð verið fjallað um skaðsemi risahvanna en þær hafa verið mjög ágengar í íslenskri náttúru síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar hafa risahvannir verið notaðar sem skrautjurtir í görðum enda þykja þær blómfagrar. Þær eru hins vegar mjög varasamar því þær eiga auðvelt með að ná fótfestu í lágvöxnum gróðri, dreifast hratt af sjálfsdáðum og geta orðið alvarlegt illgresi sem erfitt er að uppræta. Af þeim stafar slysahætta en safinn í stönglunum og blöðunum er eitraður. Í safanum eru efni sem virkjast í sólarljósi. Við minnstu birtu getur viðkomandi fengið annars stigs bruna með vessandi blöðrum og sárum. Mikilvægt er að leita til læknis ef fólk finnur fyrir einkennum.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verið reynt að takmarka útbreiðslu risahvanna í borginni og verður unnið samkvæmt aðgerðaráætlun þess efnis í sumar. Þá hafa risahvannir dreift sér víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Í Eyjafirði hefur sömuleiðis verið reynt að útrýma henni en á og við Akureyri, líkt og víða á suðvesturhluta landsins, hefur plöntunni tekist að mynda stórar breiður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“