fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Maðurinn sem féll í Gullfoss sennilega ekki ferðamaður

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla telur allar líkur á því að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé ekki ferðamaður. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, í samtali við DV. Hann treystir sér þó ekki til að segja neitt um þjóðerni mannsins. Hann segir að of snemmt sé að segja til um hvort um slys sé að ræða eður ei. Maðurinn er ófundinn.

Maðurinn féll í Gullfoss rétt eftir klukkan fimm í gær. RÚV greindi frá því í gær að maðurinn hafi hafi sést á milli fossanna skömmu eftir að hann féll en hefur ekki sést síðan. RÚV greindir enn fremur frá því í dag að lögregla teldi sig vita hver það er sem féll í fossinn. Um 150 manns komu að leitinni í gær.

Hlé var gert á leitinni í nótt en fylgst var með ánni í þeirri von að til mannsins sæist. Leitin í gær var úr lofti, af landi, á bátum og einnig voru kafarar að störfum. Sveinn Kristján segir að lögregla muni senda frá sér tilkynningu innan skamms um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“