fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fjórar staðreyndir um sundlaugarvatn – Lyktin er ekki af klór og hann veldur ekki sviða í augum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott og gaman að fara í sund og ekki skemmir fyrir að það er hollt fyrir líkama og sál. En hvað leynist undir yfirborði sundlaugarvatnsins? Er hættulegt að kyngja sundlaugarvatni? Af hverju svíður mann stundum svona í augun þegar maður er í sundi?

Þetta er meðal þess sem leitað var svara við í umfjöllun TV2 nýlega. Þar var rætt við Henrik Rasmus Andersen, lektor við danska tækniháskólann, um þetta en hann hefur rannskað sundlaugarvatn og hvaða áhrif það hefur að setja klór í það.

Það er ekki góðs viti ef þú finnur klórlykt í sundlauginni

Það virðist kannski vera merki um hreint og gott vatn ef þú finnur klórlykt af sundlaugarvatninu. Það hlýtur eiginlega að þýða að bakteríurnar séu dauðar og að vatnið sé alveg hreint, eða hvað?

En svo er ekki að sögn Andersen. Hann sagði efnasambönd í þvagi, svita og á húð okkar myndi efni sem lyktarskyn okkar túlki sem lykt af klór. Þetta þýði í raun að ef einhver pissar í sundlaugina þá lyktar það eins og klór. Það á ekki að vera nein lykt af hreinu sundlaugarvatni. Það er einmitt þess vegna sem það er oft meiri klórlykt við barnalaugarnar en aðrar laugar.

Það er þvag sem veldur sviða í augum og gerir þau rauð – Ekki klór

Ef þú ert með augun opin undir vatnsyfirborðinu geta þau orðið rauð og þau geta orðið fyrir ertingu. En þvert á það sem flestir halda þá er það ekki klór sem veldur þessu heldur er það slæmt hreinlæti sundlaugargesta.
Andersen sagði að það væru efnasambönd frá þvagi og svita sem valdi þessi og þess vegna sé svo mikilvægt að fólk þvo sér áður en það fer í sund.

Er hættulegt að kyngja sundlaugarvatni?

Það er ekki hættulegt að kyngja sundlaugarvatni og víða um heim er jafn miklu klór blandað í drykkjarvatn og í sundlaugar sagði Andersen. En þrátt fyrir að það sé ekki beinlínis hættulegt að kyngja sundlaugarvatni getur það haft í för með sér magakveisur og jafnvel niðurgang í nokkrar vikur að hans sögn.

Hann sagði að sníkjudýr, sem heitir cryptosporidium, sé oft að finna í sundlaugarvatni en klór drepur þetta sníkjudýr ekki en það er mjög algengt í sundlaugum í Suður-Evrópu að hans sögn. Einnig brjótast reglulega út faraldrar á Englandi af völdum þessa sníkjudýrs.

Sníkjudýrið getur valdið langvarandi niðurgangi. Erfitt er að ráða niðurlögum þess því þetta er sníkjudýr en ekki baktería og því gagnast sýklalyf ekki gegn því.

Sundlaugarvatn gerir húðina ekki fölari

Magn klórs í sundlaugum er ekki svo mikið að það hafi áhrif á húðina og geti gert hana fölari (hvítari) en hún er. Andersen sagði að fólk geti því óhrætt farið í sund á milli þess sem það sólar sig, ekki þurfi að óttast að brúnkan hverfi. Það þurfi þó að muna eftir að nota sólarvörn því vatn endurkasti geislum sólarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala