fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Hún hélt að eiginmaðurinn væri að halda framhjá henni

Sannleikurinn var annar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hver konan á fætur annarri setti sig í samband við manninn fór eiginkonu hans að gruna að hann væri henni ótrúr. Það ýtti enn frekar undir grun hennar að margir vinir og kunningjar sögðu henni að þeir héldu að eiginmaður hennar væri að halda framhjá henni.

Eiginmaðurinn, Matt Peacock, starfar sem fyrirsæta og ljósmyndir af honum er víða að finna á netinu. Þær konur, sem settu sig í samband við hann og eiginkonu hans, sögðu þeim að þær hefðu komist í samband við Matt á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum eða á stefnumótaappi eins og Tinder.

Það rann fljótt upp ljós hjá hjónunum að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Manchester Evening News segir að við leit á netinu hafi hjónin fundið rúmlega 40 prófíla, á hinum ýmsum síðum, þar sem myndir af Matt voru notaðar. Óprúttnir aðilar höfðu notað myndirnar til að skýla sér á bak við í tilraunum sínum við að komast í samband við konur til að komast á stefnumót með þeim eða til að reyna að blekkja þær til að senda þeim nektarmyndir.

Að vonum var Matt ósáttur við þetta og í samtali við Manchester Evening News sagði hann að þar sem hann starfi sem fyrirsæta séu margar ljósmyndir af honum í umferð. Það hafi haft mikil áhrif á hann og fjölskyldu hans að þessar myndir hafi verið misnotaðar. Þau hjónin hafi til dæmis rætt við eina konu sem svikahrappur hafi verið að eltast við undir því yfirskyni að hann væri Matt. Þessi kona hafi sagt þeim að hún hafi íhugað að taka eigið líf eftir að maðurinn lék á hana.

Af Instagramsíðu Matt.
Af Instagramsíðu Matt.

Það voru fleiri en einn aðili sem notuðu myndirnar af Matt. Hann réði einkaspæjara til starfa til að hafa uppi á þessum aðilum. Honum tókst að hafa uppi á einum þessara aðila og fóru Matt og einkaspæjarinn og ræddu við þennan mann. Hann baðst afsökunar en aðeins þremur vikum síðar var hann aftur byrjaður að nota myndir af Matt til að reyna að blekkja konur.

Matt leitaði því næst til lögreglunnar en svo ótrúlegt sem það er þá gat lögreglan ekkert aðhafst því það er ekki ólöglegt að nota myndir af öðrum en sjálfum sér á stefnumótasíður, samfélagsmiðlum og öðrum álíka vefsíðum í Englandi.

Matt hefur því hafið baráttu fyrir breytingu á þessu og vonast til að fá þingmenn til að taka málið upp og setja lög um þetta. Hann hefur nú þegar fengið einn þingmann í lið með sér í baráttunni og er vongóður um að löggjafinn muni láta að sér kveða hvað varðar mál sem þessi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður gengur berserksgang í Langholtshverfi – Skemmir bíla og girðir niður um sig

Maður gengur berserksgang í Langholtshverfi – Skemmir bíla og girðir niður um sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi