Fréttir

Segir vegið að mannorði stjórnanda með 30 ára flekklausan feril

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:12

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segir að sér þyki skiljanlegt að starfsmenn sem bornir eru sökum opinberlega um harðræði gegn börnum, sem reynist vera tilhæfulausar, leiti réttar síns gagnvart þeim sem fóru með ásakanirnar í fjölmiðla.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Eins og kom fram í fréttum í gær hefur Barnavernd fellt niður mál gegn skólastjóra Hjallastefnunnar í Reykjavík sem sakaður var um harðræði gegn barni. Skólastjórinn sneri aftur til starfa í dag en hann var í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Margrét Pála afar óheppilegt að málið hafi verið rekið undir kastljósi fjölmiðla en það voru foreldrar barna við skólann sem komu upplýsingum um málið til fjölmiðla í lok júní. Segir Margrét Pála að það hafi verið vegið að mannorði stjórnanda með 30 ára flekklausan feril vegna ásakana sem reyndust tilhæfulausar.

Margrét Pála segir jafnframt og hefur áður sagt að börn skulu ávallt njóta vafans og alltaf þurfi að rannsaka ásakanir um ofbeldi gegn börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af