Ömurlegt veður á morgun: Stormur og grenjandi rigning – Hvenær lætur sólin sjá sig?

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð en varað er við stormi. Á vef Veðurstofunnar segir að gangi í suðaustan hvassviðri á morgun. Þá má búast við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu um miðjan dag.

Þessu fylgir talsverð rigning sunnan- og vestanlands og verður mikil rigning á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt spánni. Á Norðurlandi verður veður mun betra og hiti allt að 20 stig.

Jákvæðu fréttirnar eru að það byrjar að hlýna á fimmtudag og á föstudag ætti að vera nokkurt sólskin.

En eins og áður segir, veður á morgun verður ekki sérstakt og er spáð að vindur verði 10-23 m/s upp úr hádegi á morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.