Óhreinsuðu skólpi verður hleypt í sjóinn á morgun

Viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól

Loftmynd af staðsetningu dælustöðva við Skeljanes og Faxaskjól
Loftmynd af staðsetningu dælustöðva við Skeljanes og Faxaskjól

Saurmengun í sjónum við suðurströndina í Vesturbænum hefur verið töluvert í fréttum undanfarið en vegna bilunar í neyðarloku í dælustöðinni við Faxaskjól fór skólp út í sjóinn. Hafa borgaryfirvöld verið gagnrýnd fyrir að tilkynna ekki um málið og borgastjóri verði sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera ekki upplýstur sjálfur um bilunina.

Veitur ohf hafa núna sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að viðgerð á neyðarlokunni haldi áfram á morgun. Í fréttatilkynningunni segir:

„Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí 2017, munu Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól. Því þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól og hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn.
Viðgerðin hefst klukkan 08:00 og er gert að ráð fyrir að stillingar og prófanir standi yfir til miðnættis.

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið tilkynnt um framkvæmdina.
Veitur ráðleggja fólki að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.