Mánudagur 17.desember 2018
Fréttir

Lá við stórslysi í San Francisco

Flugmenn rugluðust á brautum í lendingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. júlí 2017 06:17

Það lá við stórslysi á alþjóðaflugvellinum í San Francisco aðfaranótt laugardagsins 8. júlí. Flugmenn Airbus 320 flugvélar frá Air Canada rugluðust á lendingarbraut og akstursbraut vallarins. Á akstursbrautinni biðu fjórar flugvélar eftir að geta farið inn á flugtaksbrautina til að hefja flugtak. Á síðustu stundu voru flugmönnunum gefin fyrirmæli um að hætta strax við lendingu. Talið er að þá hafi flugvélin verið komin svo nálægt flugbrautinni að síðustu forvöð hafi verið að hætta við lendingu.

Eins og áður sagði biðu fjórar flugvélar á akstursbrautinni og voru þær allar fullar af farþegum og eldsneyti. Ef allt hefði farið á versta veg hefði versta flugslys sögunnar líklegast átt sér stað þessa nótt. Í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að flugmaður Airbus 320 vélarinnar hafi fengið heimild til sjónflugslendingar frá flugumferðarstjóra. Í þeirri heimild felst að flugmaðurinn sér flugbrautina vel og lendir án aðstoðar flugumferðarstjóra.

En flugmaðurinn hafði ruglast á akstursbrautinni og lendingarbrautinni en þær liggja samhliða en um 200 metrar eru á milli þeirra. Þegar vélin var í aðflugi tilkynnti flugmaðurinn að hann sæi mörg ljós á flugbrautinni. Flugumferðarstjóri svaraði honum og sagði að engar aðrar vélar væru á lendingarbrautinni en flugumferðarstjórinn vissi ekki að flugmaðurinn var að tala um akstursbrautina þar sem fjórar fullhlaðnar flugvélar biðu. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef Airbus 320 vélin hefði lent á brautinni og lent í árekstri við þessar fjórar vélar.

Flugmaður einnar flugvélarinnar, sem beið eftir að geta hafið flugtak, sá Airbus vélina koma í aðflugi að akstursbrautinni og gerði flugumferðarstjóra strax viðvart. Flugumferðarstjórinn varaði flugmenn Airbus vélarinnar strax við og sagði þeim að hætta við lendingu. Flugmennirnir juku þá afl hreyflanna og náðu að hækka flugið á nýjan leik.

San Jose Mercury News hefur eftir heimildarmönnum að flugvélin hafi þá átt á milli 175 til 200 fet eftir niður að flugbrautinni. Yfirleitt eru 200 fet lágmark til að hægt sé að hætta við lendinu.

The Toronto Star segir að aðeins hafi verið 30 metrar á milli Airbus vélarinnar og tveggja fremstu vélanna á akstursbrautinni þegar Airbus vélin fór yfir þær eftir að hætt var við lendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Trúverðugleiki í húfi

Trúverðugleiki í húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“
Fyrir 2 dögum

Í hvað fara vegtollarnir?

Í hvað fara vegtollarnir?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi