Hagar og Lyfja fá ekki að sameinast

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Samkeppniseftirlitið hefur í dag hafnað samruna Haga hf. og Lyfju hf. en þann 17. nóvember 2016 tilkynntu Hagar um kaup á öllu hlutafé í Lyfju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar.

Kröfuhafar Glitnis samþykktu að framselja allt hlutafé Lyfju til íslenska ríkisins í lok síðasta árs. Líkt og DV greindi frá í nóvember síðastliðnum áttu Hagar hæsta skuldbindandi kauptilboð í allt hlutafé Lyfju, og ákvað fyrirtækjaráðgjöf Virðingar að ganga í kjölfarið til viðræðna við smásölurisann.

Fram kemur í tilkynningu Haga sem gefin var út í dag að kaupsamningurinn var undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirvörum vegna niðurstöðu áreiðanleikakönnunar var aflétt í apríl síðastliðnum en Samkeppniseftirlitið hefur nú með úrskurði hafnað samrunanum.

Niðurstaðan ersögð vera „vonbrigði“ Hyggst félagið ð taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga.

„Þá ber að árétta að Hagar höfðu ekki tekið við rekstri Lyfju og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á áður birt reikningsskil félagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.