Eldur í United Silicon

Mynd: Skjáskot/Já.is/Google

Eldur kom upp í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Voru slökkvilið og lögregla send á vettvang en eldur logaði á neðri hæð aðalbyggingar.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta en þar segir jafnframt að mistök hafi orðið við mötun á ljósbogaofni verksmiðjunnar. Eldur hafi því komist úr ofninum og niður á jarðhæð verksmiðjunnar. Starfsmenn hlupu frá ofninum og einhverjar sprengingar urðu.

RÚV og þar kemur fram að starfsmönnum hafi tekist að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang og þurftu slökkviliðsmenn ekkert að aðhafast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.