Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar fann bát með flóttafólki

Tveir smyglarar handteknir

Nýleg mynd af TF-SIF á flugvellinum í Catania á Sikiley.
Nýleg mynd af TF-SIF á flugvellinum í Catania á Sikiley.

Flugvél Landhelgisgæslunnar var fyrir helgi flogið til Sikileyjar þar sem vélin er notuð til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi. Í fyrsta eftirlitsfluginu um helgina fannst bátur með hópi flóttafólks.

Í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi á fjölmiðla í dag segir:

Báturinn sem áhöfn TF-SIF kom auga á
Báturinn sem áhöfn TF-SIF kom auga á

„TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug fyrir helgi til Sikileyjar til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Verkefnið er liður í Tríton-áætlun Frontex. Flugvélin fór í sitt fyrsta eftirlitsflug um helgina og kom áhöfnin þá auga á bát sem vakti grunsemdir. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að um borð var hópur flótta- og farandfólks, alls um fimmtíu manns. Ítalska lögreglan færði bátinn til hafnar. Fólkið er nú komið í öruggt skjól og fara ítölsk stjórnvöld nú með málefni þess. Tveir smyglarar hafa verið handteknir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.