Fréttir

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar fann bát með flóttafólki

Tveir smyglarar handteknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. júlí 2017 17:25

Flugvél Landhelgisgæslunnar var fyrir helgi flogið til Sikileyjar þar sem vélin er notuð til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi. Í fyrsta eftirlitsfluginu um helgina fannst bátur með hópi flóttafólks.

Í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi á fjölmiðla í dag segir:

Báturinn sem áhöfn TF-SIF kom auga á
Báturinn sem áhöfn TF-SIF kom auga á

„TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug fyrir helgi til Sikileyjar til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Verkefnið er liður í Tríton-áætlun Frontex. Flugvélin fór í sitt fyrsta eftirlitsflug um helgina og kom áhöfnin þá auga á bát sem vakti grunsemdir. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að um borð var hópur flótta- og farandfólks, alls um fimmtíu manns. Ítalska lögreglan færði bátinn til hafnar. Fólkið er nú komið í öruggt skjól og fara ítölsk stjórnvöld nú með málefni þess. Tveir smyglarar hafa verið handteknir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“