fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Reiði vegna myndatöku kvennalandsliðsins. Karlarnir fremst.

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júlí 2017 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður vart við nokkra reiði á samfélagsmiðlum vegna ljósmyndatöku íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Liðið var á leið út til Hollands í gær og því tekin mynd í tröppum flugvélarinnar eins og hefð er orðin. Reiðin blossaði upp vegna þess að þjálfarateymið, þrír karlmenn, standa fremst og finnst sumum þeir skyggja á landsliðskonurnar.


Edda Sif Pálsdóttir fréttakona hjá RÚV segir á Twitter: „Reynum að sverta geggjaðan dag hjá kvennalandsliðinu, draga athyglina frá því með e-u bulli og köllum okkur svo femínista. Eða bíddu?“ Hún segir ennfremur ekkert að því að menn sem velja það að starfa við kvennaknattspyrnu og geri frábæra hluti standi fremst.

Hjörvar Hafliðason, útvarpsmaður, gerir lítið úr þessu uppþoti. „Annars ekkert að marka Twitter. Lítið mengi. Bara við sportlúðar og svo góða fólkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi