Óhætt að fara á ylströndina í Nauthólsvík, saurgerlamengun hefur snarminnkað

Mengun hefur snarminnkað
Ylströndin í Nauthólsvík Mengun hefur snarminnkað
Mynd: © DV ehf / Karl Petersson 2007 © DV ehf / Karl Petersson 2007

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út tilkynningu varðandi skólpmengun í Nauthólsvík. Skólp flæddi úr bilaðri dælustöð við Faxaskjól í marga daga, sjósundsfólki, baðstrandargestum og göngufólki til mikils ama. Þá hafa borgaryfirvöld verið harkalega gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki almenning um bilunina.

Nýjar mælingar sýna verulega lækkun saurkólígerlamengunar og eru gildi nú undir viðmiðunarmörkum. Mælingar í lóni við ylströndina eru lág og vel innan marka sem sett eru um baðstaði í náttúrunni.

Magn saurgerla hefur lækkað úr 1100 á hverja 100 millilítra í 99 sem er þó ennþá hærra en venjulegt magn í Nauthólsvík. Í lóni ylstrandarinnar er hlutfallið þó aðeins 2 gerlar á hverja 100 millilítra.

Verið er að kanna uppsprettu mengunarinnar og verður Nauthólsvíkin vöktuð daglega. Þá verður einnig fylgst með strandlengjunni við Faxaskjól, Ægissíðu og Skeljanes.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.