fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Kyrktur í bíl af fyrrum ástkonu sinni og fjölskyldu hennar

Birti kossamyndir á Facebook – Meðhöndlað sem heiðursmorð

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júlí 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex manns hafa verið sakfelld fyrir morðið á Ramin Sherzaj í sænsku borginni Gävle í apríl 2016 samkvæmt blaðinu Aftonbladet. Sherzaj var 23 ára gamall og af afghönskum uppruna.

Lögreglunni var fyrst gert viðvart af skokkara sem sá nokkra hettuklædda menn þvinga hinn öskrandi Sherzaj inn í Audi-bifreið. Sherzaj var barinn illa í bifreiðinni og loks kyrktur til dauða. Lík hans fannst við læk nálægt borginni Sundsvall, rúmlega 200 kílómetrum norðan við Gävle.

Viss um að þau yrðu drepin

Sherzaj hóf ástarsamband með giftri konu árið 2015. Sambandið var stormasamt og lögreglan þurfti ítrekað að hafa afskipti af þeim tveimur og eiginmanni hennar. Í eitt skiptið sagði Sherzaj lögreglunni að hann væri hræddur um að bæði hann sjálfur og konan yrðu drepin.

Þetta leiddi til þess að konan og eiginmaður hennar skildu. Samband hennar og Sherzaj hélt þó áfram að vera stormasamt loks sleit hún því líka. Hann lét þó ekki segjast og hélt áfram að reyna að vera í sambandi við hana. Hann sendi henni og fjölskyldu fyrrum eiginmanns hennar vinabeiðnir á Facebook og birti myndir af sér og henni að kyssast. Þessar myndir eru taldar aðalorsök árásarinnar.

Meðhöndlað sem heiðursmorð

Málið var meðhöndlað sem heiðursmorð því gerendurnir sem dæmdir hafa verið eru konan, fyrrum eiginmaðurinn og ættingjar hennar. Fimm hlutu lífstíðardóm í fangelsi en sjötti maðurinn hlaut 14 ára dóm í ljósi þess að hann var undir 21 árs aldri þegar morðið átti sér stað. Þegar hann losnar úr fangelsi verður honum vísað úr landi og fær ekki að koma til Svíþjóðar aftur.

Um 100 lögregluþjónar unnu að málinu í meira en ár og er það hið umsvifamesta í sögu Gävle-borgar. Um tíma lék grunur á að fyrrum ástkona Sherzaj hefði verið þvinguð til að taka þátt í árásinni og verið notuð sem beita. Engar sannanir hafa þó fundist fyrir því að hún hafi ekki tekið þátt í árásinni sjálfviljug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“