Eins mynd tekin af karlalandsliðinu í fyrrasumar, þjálfarar fremst

Mynd sem tekin var af kvennalandsliðinu í knattspyrnu fyrir brottförina til Hollands á Evrópumótið í gær hefur valdið töluverðum umræðum. Það hefur verið gagnrýnt að þjálfarateymið, þrír karlmenn, standi fyrir framan landsliðskonurnar. Sams konar mynd var þó tekin af karlalandsliðinu fyrir brottför þeirra til Frakklands í fyrrasumar og þar standa þjálfararnir einnig fremst.

Það er þó engin föstmótuð regla um myndauppstillingar íþróttaliða þegar haldið er á stórmót og útfærslur liðanna eru ýmis konar eins og sjá má hér.

Þjálfararnir og flugfreyjurnar fremst
Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu Þjálfararnir og flugfreyjurnar fremst
Mynd: EPA

Skemmtileg útfærsla
Ástralska kvennalandsliðið í ruðningi Skemmtileg útfærsla
Mynd: EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.