Fréttir

Prestur kærður fyrir kynferðisbrot gegn 12 börnum

Notaði Skype til að tæla – Lögfræðingur gagnrýnir langa málsmeðferð

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. júlí 2017 15:00

47 ára fyrrum prestur í Danmörku hefur verið kærður fyrir fyrir kynferðisbrot gegn 7 börnum og ósæmilega hegðun gegn öðrum 5. Þá fannst einnig barnaklám og kannabisefni til eigin nota þegar hann var handtekinn fyrir rúmu ári, 22. júní 2016.

Presturinn þjónaði við Tömmerup kirkjuna nálægt Kalundborg á Sjálandi og kom á fót kristilegu tenglsaneti fyrir ungmenni, „Ungu lærisveinunum“. Brotin sem hann er grunaður um áttu sér stað á tíu ára tímabili, árin 2006-2016, á heimili hans.

Í september á síðasta ári játaði hann að hafa haft samræði við 12 ára stúlku. En hann er meðal annars grunaður um að hafa þvingað 12 ára dreng til endaþarmssamfara. Hann neitar að viðurkenna það brot.

Hann komst í kynni við unga drengi á Skype þar sem hann þóttist vera stúlka. Síðan beraði hann sig og klæmdist. Hann bauðst til að borga börnum fyrir kynlíf og til að senda sér nektarmyndir í gegnum netið. Brotin sem hann er kærður fyrir eru 30 talsins.

17 mánuðir án dóms

Presturinn hefur nú verið í varðhaldi í meira en eitt ár en réttarhöldin eiga að hefjast í október og stefnt að niðurstöðu í nóvember. Þá verður hann búinn að sitja í varðhaldi í samanlagt 17 mánuði en danskar reglur segja til um að sakborningur skuli ekki bíða lengur en 1 ár án dóms.

Ulrik Sjölin, lögfræðingur prestsins, hefur gagnrýnt þetta mjög og segir: „Við þurfum að hafa í huga að fólk í varðhaldi hefur ekki aðgang að miklu. Þetta varðhald, þegar það er erfitt að átta sig á hvað er í gangi, hefur tekið sinn toll af umbjóðanda mínum.“

Saksóknarinn í málinu, Anja Lund, segir hins vegar að málið sé mjög umsvifamikið og hinn langi tími hafi verið nauðsynlegur í ljósi rannsóknarhagsmuna.

Fólk treystir okkur fyrir börnum

Peter Fischer-Möller biskup í Hróarskeldu, sem var yfirmaður prestsins, segist ekki hafa haft neina vitneskju um hegðun mannsins. Hann hefur einnig lýst því yfir að farið verður yfir verkferla kirkjunnar með því leiðarljósi að koma í veg fyrir fleiri slík mál í framtíðinni. Nú þegar eru til reglur um að prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar sem starfa með börnum verði að skila inn sakarvottorði.

Hann segir: „Fólk treystir okkur fyrir því dýrmætasta sem það á, börnunum sínum. Fólk verður að vita að þau séu í öruggum höndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja