fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Járnbrautastarfsfólk má ekki lengur nota ávarpið „dömur mínar og herrar“ af tillitsemi við kynsegin fólk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júlí 2017 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk hjá járnbrautafyrirtækinu Transport for London (TfL) hefur fengið fyrirmæli um að sneiða hjá ávarpinu „ladies and gentleman“ í tilkynningum til farþega af tillitsemi við kynsegin fólk, þ.e. þá sem skilgreina sig hvorki kvenkyns né karlkyns.

Ákvörðunin var tekin eftir fjölda áskorana frá baráttufólki í hinsegin-geiranum, meðal annars frá samtökunum Stonewall. Í stað ávarpsins „dömur mínar og herrar“ verða farþegar í lestum fyrirtækisins ávarpaðir „góðan dag, öll sömul“ og með öðrum viðlíka ávörpum.

Talsmaður fyrirtækisins segir í viðtölum við breska fjölmiðla að fyrirtækið vilji að öllum finnist þeir vera velkomnir um borð í lestirnar og þess vegna hafi orðalag í tilkynningunum verið endurskoðað.

Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum sínum yfir að ávörpin á lestarstöðvum og um borð í lestum væru með þeim hætti að þau útilokuðu þennan minnihlutahóp og hafði hann óskað eftir því að farþegar yrðu ávarpaðir með hlutlausari hætti hvað kyn varðar.

Nánar má lesa um málið á vef Independent en í ummælakerfinu undir fréttinni þar má sjá að lesendur eru ekki sammála um þessa breytingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”