fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Fólskulegur friðargúrú kemur til Íslands

Sektaður fyrir umhverfisspjöll – Hafnaði Nóbelsverðlaunum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðargúrúinn Sri Sri Ravi Shankar er væntanlegur hingað til lands og mun halda viðburð sem titlast Hugleiðing 2.0. Það eru samtökin The Art of Living Iceland sem standa fyrir viðburðinum sem verður haldinn þann 25. júlí í Sóltúni 26 og miðaverðið er 2000 krónur.

Shankar er 61 árs gamall Indverji sem stofnaði mannúðar og hugleiðslu samtökin Art of Living árið 1981. Á miðasölusíðunni Eventbrite segir að Shankar sé „mannúðarfrömuður og andlegur leiðtogi, sendiherra friðar og mannlegra gilda. Að hans sýn á streitu-og ofbeldislausu samfélagi hafi sameinað milljónir manna um allan heim.“

Lýsti yfir stríði gegn ISIS

Shankar er stórt nafni í heimi andlegra málefna en hann er þó langt því frá óumdeildur. Vorið 2016 komu upp nokkur mál sem áttu eftir að sverta orðspor hans sem friðarsinna og sameiningartákns.

Í marsmánuði heimilaði hann stóra tjaldborg við Yamuna ánna í Nýju Delhi í tilefni af 35 ára afmæli Art of Living samtakanna. Þetta olli gríðarmiklum umhverfisspjöllum og það mun taka mörg ár fyrir svæðið að komast aftur í sama horf. Í kjölfarið voru samtökin sektuð um 76 milljónir króna af stjórnvöldum.

Mánuði seinna ætlaði Shankar að kalla eftir að fólk á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi myndi leita eftir innri friði og núvitund. Þegar forsprakkar ISIS höfnuðu friðarumleitunum hans lýsti hann yfir stríði gegn samtökunum. Í kjölfarið fékk hann senda ljósmynd af afhöfðuðum manni, klár hótun.

Malala átti ekki skilið að fá Nóbelsverðlaun

Í maí var Shankar spurður hvort hann myndi taka við friðarverðlaunm Nóbels ef hann yrði útnefndur. Hann sagðist þegar hafa hafnað þeim og sagði verðlaunin anga af pólitík. Sérstaklega þegar hin 17 ára Malala Yousafzai, pakistönsk stúlka sem hefur barist fyrir menntun kvenna og var skotin í höfuðið af liðsmanni Talíbana, hlaut verðlaunin árið 2014.

Hann sagði: „Við ættum alltaf að heiðra þá sem verðskulda það og ég er algjörlega á móti því að Malala Yousafzai hafi fengið verðlaunin, það þjónar engum tilgangi.“ Hún hafi ekkert gert til að verðskulda verðlaunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu