Hér er dýrustu og ódýrustu hamborgaratilboðin

Verðkönnun DV á vegasjoppum -Flestir hafa hækkað verð

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ódýrasta hamborgaratilboðið er hjá KS í Varmalíð. Það kostar 1.400 krónur. Innifalið í verðinu er hamborgari, franskar, kokteilsósa og hálfur lítri af gosi í dós. Ódýrustu pylsuna er að finna í Söluskálanum á Flateyri. Þar kostar pylsa með öllu 350 krónur samkvæmt verðkönnun DV á nokkrum vinsælum skyndibitum í vegasjoppum víðs vegar um landið. Dýrasta hamborgaratilboðið er hins vegar að finna í Versluninni Ásbyrgi. Þar kostar hamborgari, með osti og grænmeti, 1.690 krónur. Með gosi myndi máltíðin þá kosta 1940 krónur. Dýrasta pylsan er einnig seld í Versluninni Ásbyrgi. Þar kostar hún, með öllu, 450 krónur. Næst dýrasta hamborgaramáltíðin er á N1. Þar kostar hamborgari, franskar og gos úr vél (frí áfylling) 1.755.

Slegið var á þráðinn til 18 veitingaskála og vegasjoppa um landið og fengið verð á þeim veitingum sem ferðalangar eru líklegir til að kaupa á ferðalögum. Flestir tóku vel í erindi blaðamanns og gáfu fúslega upp verð á tilteknum vörum. Tekið skal fram að ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu í þessari könnun.

Allir hafa hækkað verð

DV gerði síðast sambærilega könnun sumarið 2014. Allar vegasjoppurnar hafa hækkað verð síðan, mismikið þó. Eina verslunin sem lækkaði verð á milli ára var Verslunin Ásbyrgi. Aðeins var um eitt verð að ræða og það á Prins Polo XXL. Árið 2014 kostaði það 180 krónur en í dag kostar það 130 krónur.

Ódýrasta hamborgaratilboðið (hamborgari og franskar) árið 2014 fékkst í Víkurskála í Vík í Mýrdal og kostaði þá 1.095 krónur. Nú kostar sambærilegt tilboð, í Víkurskála, 1.290 krónur. Með gosi úr vél er verð á hamborgaratilboði, í Víkurskála,1.545 krónur. Tölurnar innan sviga tákna verð í úttekt DV árið 2014.

Dýrasti ísinn í Vestmannaeyjum

Ódýrasti ísinn fæst í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Þar kostar lítill ís í brauðformi 270 krónur. Dýrasta ísinn er hins vegar seldur í Tvistinum í Vestmannaeyjum en þar kostar lítill ís 420 krónur. Þá er verð á Prins Polo nokkuð fjölbreytt. Ódýrasta XXL Prins Polo-ið kostar 170 krónur í vegasjoppunni Við voginn á Djúpavogi. Dýrasta Prins Polo-súkkulaðið af sömu stærð fæst í Tvistinum í Vestmannaeyjum og kostar 270 krónur.

N1 Borgarnesi

Hamborgaratilboð: Ostborgaramáltíð sem samanstendur af ostborgara, frönskum og gosi úr vél (frí áfylling) 1.755 krónur (1.395 krónur)
Pylsa með öllu: 390 krónur (325 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 298 krónur (259 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 365 krónur (310 krónur)
Prins Polo XXL: Ekki til


Baulan, Borgarfirði

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar, kokteilsósa og súperdós kostar 1650 krónur (1.450 krónur)
Pylsa með öllu: 415 krónur (380 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 300 krónur (255 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 320 krónur (295 krónur)
Prins Polo XXL: 205 krónur (195 krónur)


Söluskálinn, Flateyri

Hamborgaratilboð: Hamborgari, franskar og kokteilsósa kostar 1.250 krónur (1.200). Með gosi kostar máltíðin 1.525 krónur.
Pylsa með öllu: 350 krónur (300 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 275 krónur (275 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 360 krónur (270 krónur)
Prins Polo XXL: 200 krónur (200 krónur)


Hamraborg, Ísafirði

Hamborgaratilboð: Hamborgari, franskar, gos í dós 1.499 krónur (1.099)
Pylsa með öllu: 420 krónur (320 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 299 krónur (265 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 399 krónur (350 krónur)
Prins Polo XXL: 250 krónur (200 krónur)


N1, Staðarskáli

Hamborgaratilboð: Ostborgaramáltíð, ostborgari, franskar og gos úr vél (frí áfylling) 1.755 krónur (1.395 krónur)
Pylsa með öllu: 390 krónur (325 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 298 krónur (259 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 365 krónur (325 krónur)
Prins Polo XXL: 195 krónur (189 krónur)


N1, Blönduósi

Hamborgaratilboð: Ostborgaramáltíð, ostborgari, franskar og gos úr vél (frí áfylling) 1.755 krónur (1.395)
Pylsa með öllu: 390 (325 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 298 (259 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 365 (300 krónur)
Prins Polo XXL: 195 krónur (189 krónur)


KS, Varmahlíð

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar, kokteilsósa og gos úr vél (frí áfylling) á 1.400 krónur (1.240 krónur)
Pylsa með öllu: 380 krónur (320 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 289 krónur (250 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 380 krónur (240 krónur)
Prins Polo XXL: 150 krónur (140 krónur)

Ak-inn, Akureyri

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar og 0,5 l af gosi (hvað sem er) á 1.550 krónur (1.390 krónur)
Pylsa með öllu: 430 krónur (320 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 300 krónur (270 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 390 krónur (320 krónur)
Prins Polo XXL : 230 krónur (140 krónur)


Verslunin Ásbyrgi

Hamborgaratilboð: Ostborgari með frönskum og kokteilsósu er á 1.690 krónur (1.450 krónur). Með gosi kostar máltíðin 1.940 krónur.
Pylsa með öllu: 450 krónur (395 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 250 krónur (250 krónur)
Lítill ís: Ekki seldur úr vél
Prins Polo XXL: 130 krónur (180 krónur)


Kría veitingasala, Eskifirði

Hamborgaratilboð: Ostborgari með sósu, osti og grænmeti kostar 890 krónur. (Ostborgari með grænmeti 890 krónur). Franskar 400 krónur. Samtals 1.290 krónur. Með gosi kostar máltíðin 1.500 krónur.
Pylsa með öllu: 400 krónur (360 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 310 krónur (260 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 300 krónur (250 krónur)
Prins Polo XXL: 230 krónur (230 krónur)


Olís söluskáli, Reyðarfirði

Hamborgaratilboð: Ostborgari og franskar 1.299 krónur (1.020 krónur). Með gosi kostar máltíðin 1614 krónur.
Pylsa með öllu: 369 krónur (310 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 315 krónur (259 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 295 krónur (265 krónur)
Prins Polo XXL: 205 krónur (189 krónur)


Við voginn, Djúpavogi

Hamborgaratilboð: Hamborgari, franskar og kokteilsósa 1.600 krónur (1.550 krónur). Með gosi kostar máltíðin 1870 krónur.
Pylsa með öllu: 400 krónur (350 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 270 krónur (260 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 300 krónur (250 krónur)
Prins Polo XXL: 170 krónur (Ekki til)


Söluskálinn Freysnesi

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar og gos 1.490 krónur (1.490 krónur)
Pylsa með öllu: Pylsur ekki seldar
Kók í plasti 0,5 l: 295 krónur (260 krónur)
Lítill ís í brauðformi: Selja ekki ís
Prins Polo XXL: Ekki til


Víkurskáli, Vík í Mýrdal

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar og gos í vél 1.545 krónur (1.095 krónur)
Pylsa með öllu: 400 krónur (300 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 295 krónur (265 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 270 krónur (220 krónur)
Prins Polo XXL: 200 krónur ( 165 krónur)


Arnberg, Selfossi

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar og kók kostar 1.551 krónur. Ef gosinu er sleppt kostar máltíðin 1.290 krónur (1.095 krónur)
Pylsa með öllu: 369 krónur (310 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 315 krónur (259 krónur)
Lítill ís í brauðformi: 295 krónur (265 krónur)
Prins Polo XXL: 205 krónur (185 krónur)


Litla kaffistofan

Hamborgaratilboð: Ekki í boði
Pylsa með öllu: 400 krónur (350 krónur)
Kók í plasti 0,5 l: 300 krónur (270 krónur)
Lítill ís í brauðformi: Ekki til
Prins Polo XXL: 250 krónur (200 krónur)

Kantína við Geysi Haukadal (Var ekki með í könnun árið 2014)

Hamborgaratilboð: Hamborgari/kjúklingaborgari kostar stakur 990 krónur. Með frönskum kostar borgarinn 1.390. Þá er hægt að fá gos úr vél á 290 krónur. Samtals 1.680 krónur fyrir hamborgara, franskar og gos úr vél
Pylsa með öllu: Pylsur ekki seldar
Kók í plasti 0,5 l: 390 krónur
Lítill ís í brauðformi: Ekki seldur úr vél
Prins Polo XXL: Ekki til

Tvisturinn í Vestmannaeyjum (Var ekki með í könnun árið 2014)

Hamborgaratilboð: Ostborgari, franskar, kokteilsósa og 0,5 l af gosi kostar 1.590
Pylsa með öllu: 420 krónur
Kók í plasti 0,5 l: 320 krónur
Lítill ís í brauðformi: 420 krónur
Prins Polo XXL: 270 krónur

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.