fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Er þetta ógeðslegt þjóðfélag?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Mynd/Sigtryggur Ari

Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.

Við viljum örugglega langflest trúa því að þessi fleygu orð Styrmis Gunnarssonar, sögð við rannsóknarnefnd Alþingis, hafi átt við ákveðið skeið í íslensku samfélagi en séu ekki lýsandi fyrir ástandið eins og það er í dag. Í nýlegu viðtali í DV sagði Styrmir að enginn lærdómur hefði verið dreginn af hruninu. Nú þegar fréttir af ofurlaunum og bónusum upp á hundruða milljóna eru fyrirferðarmiklar er ljóst að við höfum ekki lært nógu mikið. Auk þess er eins og ákveðinn hópur sé beinlínis að sækjast eftir því að til verði jafn sjúkt ástand og var á árunum fyrir hrun þegar græðgin tók öll völd. Þessi hópur er í klappkór Gordon Gekko, sem í kvikmyndinni Wall Street segir: „Græðgi er rétt. Græðgi virkar.“ Fólk sem hugsar á þennan hátt svífst einskis til að ná markmiði sínu og fer fimlega allar krókaleiðir til að komast framhjá reglum sem setja eiga þeim skorður.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Viðvörunarljós blikka og mikilvægt er að bregðast við en ekki sitja þegjandi með hendur í skauti. Vissulega er gangur lífsins sá að menn uppskera misjafnlega en þar verður eitthvert hóf að vera á. Við verðum að spyrja okkur hvers konar þjóðfélag við viljum skapa. Það er alveg örugglega ekki almennur áhugi á því að hér á landi verði til stétt prinsipplausra manna sem skaffi sér og sínum tugi og hundruða milljóna bónusa og kaupauka. Fréttirnar af því að fjórir stjórnendur eignarhaldsfélagsins, sem heldur utan um eignir Gamla Landsbankans, fái samtals hundruð milljóna króna í bónusa minnir okkur harkalega á þessa gömlu tíma þegar allt snerist um peninga og ofurgróða.

Íslenskur almenningur er vanur að láta ýmislegt yfir sig ganga en er ekki líklegur til að þegja í þetta sinn. Forkólfar verkalýðshreyfingarinnar standa í lappirnar og sjá vitanlega enga ástæðu til að tala kurteislega um þessa þróun og ofurlaun í fjármálakerfinu. Lítið heyrist hins vegar frá stjórnmálamönnunum sem eru komnir í sumarfrí og telja sig kannski um leið vera stikkfrí. Einstaka undantekningar eru þar frá og má nefna Lilju Alfreðsdóttur, sem orðar hlutina rétt þegar hún segir að engin þolinmæði sé í samfélaginu gagnvart taumlausri græðgi.

Það er ekkert eftirsóknarvert við samfélag þar sem græðgin fær að grassera. Slíkt samfélag er að sönnu ógeðslegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið