Bala Kamallakharan: „Ég er orðinn íslenskur ríkisborgari“

Bala Kamallakharan sem hefur verið búsettur hér á landi var synjað um ríkisborgararétt á dögunum vegna hraðasektar. Sektina hlaut hann fyrir hálfu ári og var upphæðin 30 þúsund krónur. Greindi Vísir frá því að Bala gæti þurft að bíða í allt að ár að málið væri tekið fyrir að nýju.

Bala er indverskur að uppruna og í frétt Vísis kom fram að hann hefði tekið mikinn þátt í íslensku atvinnulífi. Hann er m.a. fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Bala greindi síðan frá því á Facebook að þetta væri eina sektin sem hann hefði fengið en hann ók of hratt á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar.

Eftir að Bala greindi frá synjuninni greip um sig töluverð reiði á samskiptamiðlum og var frásögn hans deilt víða. Hann áfrýjaði niðurstöðunni og nú fyrir stundu greindi hann frá miklum gleðitíðindum. Bala er kominn með íslenskan ríkisborgararétt. Hann segir á Facebook:

„Èg er orðin íslenskur ríkisborgari. Tók tíma en hafðist að lokum! Takk allir fyrir stuðninginn og hjálpina - þið eruð ómetanleg (you know who you are)!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.