fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Arnar lætur eftir sig 10 daga dóttur: „Hann varði fjölskylduna sína“

Kona Arnars minnti árásarmennina á að hann ætti nýfædda stúlku

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júní 2017 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi hét Arnar Jónsson Aspar. Arnar var fæddur árið 1978 og lætur meðal annars eftir sig tvær dætur. Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið í dag. Þar er rætt við Klöru Ólöfu Sigurðardóttur, móðursystur Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur konu Arnars.

„Hún horfði upp á þessa árás og er í miklu áfalli,“ segir Klara Ólöf við vef Morgunblaðsins. Hún veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta nafn og mynd af Arnari með þessari umfjöllun.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að tíu daga gömul dóttir Arnars og Heiðdísar hafi verið sofandi í gærkvöldi þegar hópur fólks knúði dyra og réðist á Arnar með þeim afleiðingum að hann lést. Afi barnsmóður Arnars var í mat hjá fjölskyldunni og varð hann vitni að árásinni. Hann fékk fyrir hjartað í kjölfarið og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann dvelur enn.

Að sögn Klöru reyndi Heiðdís að fá árásarmennina til að hætta, meðal annars með því að minna þá á að Arnar ætti nýfædda stúlku og fjölskyldu. Að sögn Mbl.is búa foreldrar Arnars í næsta húsi og hljóp Arnar frá heimili sínu þegar hann sá í hvað stefndi. „Hann varði fjölskylduna sína,“ segir Klara. Unga stúlkan er fyrsta barn Arnars og Heiðdísar en Arnar átti fyrir eldri stúlku sem var ekki heima þegar árásin átti sér stað.

Hér má lesa umfjöllun mbl.is í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus