fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Stal eldsneyti af bifreið

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu, um klukkan hálf eitt í nótt, um mann sem var að stela eldsneyti af vinnuvél við Hafravatnsveg. Að sögn lögreglu fór maðurinn af vettvangi þegar tilkynnandi atviksins kom að honum og ók meðal annars á bifreið hans.

Að sögn lögreglu náðist skráningarnúmer hins meinta þjófs og er málið í rannsókn.

Á fjórða tímanum í nótt var bifreið stöðvuð í Vesturborginni. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja, en auk þess var bifreið mannsins talsvert skemmd. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið á skilti á hringtorgi við Bauhaus á Vesturlandsvegi.

Að sögn lögreglu kom læknir á lögreglustöð og mat hæfni ökumanns til að stjórna ökutæki. Að því loknu var ökumaðurinn vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maðurinn handtekinn á heimili í Breiðholti vegna gruns um heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Loks var tilkynnt um eld við Vatnsveituveg í Elliðaárdalnum neðan við stíflu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Þarna höfðu tveir menn ákveðið að kveikja varðeld og var þeim gert að slökkva eldinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?