fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sara hvetur alla til að taka ljósmyndir af hótelherbergjum sínum: Gæti bjargað mannslífum

„Saman getum við bundið enda á mansal,“ segir Sara Mansour

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Mansour, tvítug Reykjavíkurmær, segist ávallt taka ljósmynd af öllum hótelherbergjum sem hún dvelur í. Það gerir hún til að hjálpa lögreglu og saksóknurum um allan heim við að finna fórnarlömb vændis og mansals.

„Ég er búin að taka mynd af hótelherberginu mínu í Barcelona og geri það í hvert skipti sem ég gisti á nýjum stað. Af hverju? Af því að ég hleð þeim upp á vefsíðuna traffickcam.com. TraffickCam er gagnagrunnur mynda sem lögreglan og saksóknarar notast við til að finna fórnarlömb vændis og mansals.

Auglýsingar á þess háttar starfsemi eða barnaklámi eru endranær teknar á hótelum svo myndirnar sem við gefum lögreglunni gegnum TraffickCam getur hjálpað þeim að finna samsvörun og hefur bjargað þúsundum kvenna og barna frá viðstöðulausu ofbeldi kynlífsánauðar. Ég hvet alla til að taka myndir af hótelherbergjunum sínum. Saman getum við bundið enda á mansal,“ skrifar Sara á Facebook.

Appið var kynnt í júní í fyrra og í umfjöllun CNN um það síðastliðinn mars var greint frá því að um hundrað þúsund manns hafi notað það. Þá hafði appið safnað í gagnabanka sinn myndum frá ríflega 150 þúsund hótelum víðs vegar um heim.

Appið myndgreinir hvert herbergi og þannig má finna ákveðin mynstur svo sem málverk, útsýni út um glugga og teppamynstur. Lögregla getur svo borð saman myndir af vændisauglýsingum eða barnaklámi og fundið staðsetninguna sem myndirnar voru teknar.

Hér má nálgast appið fyrir Android-síma og hér fyrir iPhone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala