fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rörasprengja í strætóskýli í Kópavogi: Foreldrar hvattir til að ræða við börn sín

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 07:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í gærkvöldi eftir að vegfarandi tilkynnti um rörasprengju í strætóskýli á Hlíðarvegi í Kópavogi. Í tilkynningu sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni um miðnættið fjarlægði sérsveitin rörasprengjuna enda geta þær valdið miklum skaða.

„Vel fór í þessu tilfelli, en lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hættuna sem stafar af rörasprengjum og undirstrika að það sé alls ekki hreyft við þeim með neinu móti.

Lögreglan vill hrósa áðurnefndum vegfaranda fyrir að tilkynna málið til lögreglu, en það eru sömuleiðis rétt viðbrögð í aðstæðum sem þessum,“ segir lögreglan í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“