fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

14 ára sonur Kristjáns Freys var rændur í Hafnarfirði: „Leyfum ekki ótta og tortryggni að skemma frelsi og sakleysi þeirra“

Tónlistarmaðurinn Kristján Freyr Halldórsson hvetur foreldra til að passa upp á börnin sín

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Freyr Halldórsson, tónlistarmaður, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og textahugmyndasmiður, greinir frá því á Facebook að sonur hans hafi verið rændur við Reykjavíkurveg um hábjartan dag. Hann hvetur foreldra til að passa upp á börnin sín en þó ekki að skerða frelsi þeirra.

„Hann Stefán okkar, 14 ára, lenti í ömurlegu atviki síðasta laugardag þegar hann var á leið til vinar síns í Hafnarfirði með strætó. Hann fer út við Reykjavíkurveg þar sem ungur maður, 25 til 30 ára, stöðvar hann og ávarpar á ensku um að hann vanti síma til að hringja á lögregluna. Stefán sér aumur á manninum, lánar honum símann sinn sem hrifsar hann af honum og skoðar hátt og lágt.

„Þegar Stefán biður um símann sinn aftur þá er honum ógnað af manninum sem var með félaga sinn með sér skrefum frá. Þeir strunsa þá burt með símann og Stefán hrópar á eftir þeim en þá gerir annar maðurinn sig líklegan til að ráðast á drenginn. Stefán hleypur þá burt og hinir tveir hverfa svo í aðra átt,“ segir Kristján Freyr.

Hann leggur áherslu á að þrátt fyrir þessa leiðindaupplifun ættu foreldrar ekki að skerða frelsi barna sinna. „Það er leitt að börn fái þá tilfinningu að þau séu ekki örugg á götum úti. Pössum uppá krakkana okkar en um leið leyfum ekki ótta eða tortryggni skemma frelsi og sakleysi þeirra,“ segir Kristján Freyr.

Hann segir Stefán hafa brugðist hárrétt við en hann stöðvaði bíl og fékk að hringja í lögregluna. Hann segir að lögregla sé nokkuð viss um að hún hafi fundið sökudólginn en síminn fannst þó ekki.

Sambærileg atvik varð við Sundlaugaveg á mánudaginn en þá var farsíma stolið af 12 ára dreng. Að sögn lögreglu hafði eldri piltur, líklega á aldrinum 16 til 18 ára, beðið um að fá símann lánaðan áður en hann hljóp á brott með símann.

Í Facebook-hóp fyrir íbúa Laugarneshverfis var þjófnum lýst svo: „Strákurinn var dökkhærður með hár sem rétt náði fyrir aftan eyru, með eyrnalokk amk í öðru eyranu og c.a 170-175 cm á hæð. Hann var í rauðri adidas hettupeysu og svörtum íþróttabuxum.“

Kristján Freyr segir í samtali við DV að foreldrar ættu að vara börn sín fyrir slíkum óprúttnum aðilum. „Það virðast einhverjar gripdeildir í gangi. Ógæfufólk að fjármagna meiri ógæfu eða eitthvað,“ segir Kristján Freyr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“