fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Séra Bjarni um barnaníðinga: „Að læsa og henda lyklinum er uppgjöf fyrir ofbeldinu“

Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Langholtskirkju, segir að það eigi að fyrirgefa barnaníðingum

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Barnaníð er ófyrirgefanlegt. Það er satt. En það er jafn satt að þjóðfélag sem ekki kann skil á því hvernig hið ófyrirgefanlega er fyrirgefið mun sitja fast í þeim hjólförum að fást sífellt við afleiðingar ofbeldis fremur en kljást við orsakir þess,“ segir Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Langholtskirkju og pistlahöfundur í Fréttablaðinu í nýjum pistli.

Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um lögfræðinginn Róbert Árna Hreiðarsson, nú Robert Downey, og þá staðreynd að honum hafi verið veitt uppreist æra. Tekið skal fram að Bjarni nefnir Robert ekki sérstaklega á nafn í pistlinum þó leiða megi líkur að því að kveikjan að pistlinum sé umræða undanfarinna vikna í tengslum við mál hans.

Í pistlinum segir Bjarni að það eigi ekki að henda barnaníðingum í fangelsi ævilangt. Hann segir það uppgjöf fyrir ofbeldinu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sagði í viðtali við Vísi á dögunum að hann vildi helst að barnaníðingar yrðu læstir inni og lyklinum hent.

„Ofbeldi er annarrar gerðar. Við viljum það ekki og viljum ekki samþykkja hvatirnar sem til þess leiða. Þess vegna getum við ekki nálgast málefnið með afleiðingar einar í huga heldur verðum líka að horfa á orsakir.

Ef kynferðisleg ásælni gagnvart börnum á rætur í vanmætti geranda og vanhæfni hans til að mynda jafningjatengsl, eins og margir telja, þá er hugmyndin sem nú er vinsæl hjá ráðamönnum og almenningi; að læsa bara gerandann inni og henda lyklinum, líklegri til að viðhalda kynferðisofbeldi gagnvart börnum en hitt.

Árangursríkara væri að ræða hispurslaust um mannlegar þrár, tilfinningar og reynslu, halda hvert öðru vakandi og ábyrgu og móta samfélag þar sem ekki er rými fyrir markaleysi og yfirgang,“ skrifar Bjarni.

Líkt og hefur komið fram var Robert veitt uppreist æra í fyrra og hefur það verið gagnrýnt harðlega. Robert getur því starfað sem lögmaður á nýjan leik. Kristinn Hrafnsson blaðamaður bar þá ákvörðun við þegar íslenskir ráðamenn vernduðu íslenska nasista á eftirstríðsárum í pistli á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt