Kjarninn tapaði 15 milljónum

Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi er ekki auðvelt. Kjarninn tapaði rétt tæpum 15 milljónum á liðnu ári. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans.
Kjarninn Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi er ekki auðvelt. Kjarninn tapaði rétt tæpum 15 milljónum á liðnu ári. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans.

Tap vefmiðilsins Kjarnans var 14,9 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi rekstrarfélags miðilsins, Kjarninn miðlar ehf.

Frá þessu er greint í Markaðnum í dag. Árið áður var afkoma félagsins neikvæð um 16,7 milljónir króna.

Í lok árs 2016 voru heildareignir Kjarnans 18,5 milljónir króna en skuldir 6,8 milljónir. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans og á hann 12,2 prósenta hlut í félaginu. Meðal annarra stórra hluthafa eru Hjálmar Gíslason, sem jafnframt er stjórnarformaður, og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.