fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Þessi gaur bjargaði lífi mínu“

Hjólreiðatúr tveggja vina endaði næstum því með ósköpum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það borgar sig að fara að öllu með gát þegar farið er um óbyggðir Alaska. Þessu fengu tveir vinir að kynnast á dögunum sem voru í hjólreiðatúr nærri Eagle River.

Vinirnir, þeir James Fredrick og Alexander Ippoliti, voru meðvitaðir um það skógarbirnir í Alaska hefðu banað tveimur einstaklingum skömmu áður en þeir lögðu af stað í ferðina snemma á laugardag. Þeir voru því við öllu búnir og vopnaðir sérstökum piparúða og flautu sem á að fæla birni í burtu.

Þeir Fredrick og Ippoliti voru ekki búnir að hjóla lengi þegar þeir urðu varir við þrusk í skóglendinu skammt frá. Þeir höfðu ekki sérstakar áhyggjur af því enda hefði þetta getað verið hvaða dýr sem er. Skömmu síðar kom þó í ljós að skógarbjörn var á hælum þeirra.

Í viðtali við Alaska Dispatch News rifja vinirnir upp að björninn hafi verið fljótur að elta þá uppi og náði hann að klófesta Fredrick og draga hann af hjólinu. Fredrick, sem er þjálfaður hermaður, reyndi að verjast af krafti og tókst honum að koma hjólinu fyrir á milli sín og bjarndýrsins. Birninum tókst samt að veita honum talsvert mikla áverka.

Á sama tíma og þetta gekk á sótti Ippoliti piparúðann og tæmdi úr brúsanum yfir dýrið. Við það fældist björninn og hljóp burt og voru félagarnir fljótir að koma sér til byggða. Þegar þeir yfirgáfu svæðið urðu þeir varir við lítinn hún skammt frá og ályktuðu þeir sem svo að móðir dýrsins hafi einfaldlega verið að verja það.

Fredrick var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Litlu mátti muna að hálsslagæð færi í sundur í árásinni en sem betur fer gerðist það ekki. Sem fyrr segir hlaut hann þó talsverð meiðsl, meðal annars tókst birninum að rífa burt hluta af vöðva í handlegg Fredrics og þá þurfti að sauma nokkur spor í andlit hans. Hann er þó á góðum batavegi.

„Þessi gaur bjargaði lífi mínu,“ sagði Fredrick á Facebook-síðu sinni og átti við vin sinn, Alexander Ippoliti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi