fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Síma stolið af 12 ára barni við Sundlaugaveg

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um þjófnað rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi en þar hafði farsíma verið stolið af tólf ára gömlum dreng við Sundlaugaveg.

Að sögn lögreglu hafði eldri piltur, líklega á aldrinum 16 til 18 ára, beðið um að fá símann lánaðan áður en hann hljóp á brott með símann.

Stuttu áður, eða klukkan 20.32, fékk lögreglu tilkynningu um þjófnað úr matvöruverslun í Kópavogi. Þar hafði ungur maður farið úr versluninni með fulla körfu af vörum án þess að greiða fyrir. Hann fannst skömmu síðar þar sem hann var kominn inn á heimili með vörurnar. Málið var afgreitt á vettvangi og vörunum skilað.

Þá var tilkynnt um innbrot og eignaspjöll í leikskóla í Seljahverfi í Breiðholti. Þar hafði verið spenntur upp gluggi og farið inn, en ekki er vitað hvort einhverju hafi verið stolið.

Loks handtók lögregla ungan mann í annarlegu ástandi á tólfta tímanum í gærkvöldi og vistaði í fangageymslu. Maðurinn hafði verið með gleðskap og læti á heimili í Grafarvogi. Að sögn lögreglu býr maðurinn ekki í íbúðinni og hafði ekki leyfi frá húsráðanda.

Þessu til viðbótar voru sex ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“