fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sænskur þingmaður: „Þú ert ekki velkominn í Svíþjóð, Kahin Ahmed!“

Heiftúðleg deila í sænskum stjórnmálum – Segist hafa fengið hótanir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. júní 2017 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórnarmaðurinn Kahin Ahmed gagnrýndi stjórnendur stjórnmálaráðstefnu í Järva-úthverfi Stokkhólms fyrir að bjóða Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókratanna, að halda ávarp líkt og öðrum flokksleiðtogum. Ahmed situr fyrir hægriflokkinn Moderaterna í sveitarfélaginu Rinkeby/Kista, norðan við Stokkhólm.

Greinin sem hann birti í blaðinu Nyheter 24 ber yfirskriftina: „Þú ert ekki velkominn í úthverfin, Jimmie Åkesson!“ Þar segir hann að flokkar sem ýta undir kynþáttahyggju eigi ekkert erindi í úthverfin og ættu ekki að þrífast í lýðræðislegu samfélagi.
Við þessu brást Richard Jomshof, þingmaður og ritari Svíþjóðademókratanna, sem tísti: „Og þú ert ekki velkominn í Svíþjóð, Kahin Ahmed!“

Umræðan hefur verið lífleg og óvægin eftir þetta. Ahmed, sem er innflytjandi frá Sómalíu, segist hafa fengið hótanir eftir tíst Jomshofs. Í samtali við Aftonbladet segir hann: „Ég hef búið hérna í 26 ár. Ég er með masters gráðu í félagsfræði og ég hef unnið og borgað skatta í 18 ár. Það er hneyksli að ritari stjórnmálaafls ráðist á borgara með þessum hætti. Það er skelfilegt að ég geti ekki tjáð skoðanir mínar án þess að mæta þessu hatri.“

Jomshof, sem sjálfur er hálf-finnskur, svaraði þessu í viðtali í Dagens Nyheter. Þar sakar hann Ahmed um lygar og segir hann ekki skilja sænskt lýðræði. „Hann kemur til Svíþjóðar til að segja Svíum hvernig eigi að lifa lífi sínu…Ef þú skilur ekki hvernig sænskt lýðræði virkar, þá ættiru kannski að hugsa um það hvað þú ert að gera í Svíþjóð.“

Margir hafa tekið til máls í deilunni. Þar á meðal Linus Bylund, þingmaður Svíþjóðademókratanna sem segir Ahmed væla. Þrýst hefur verið á Önnu Kinberg Batra, leiðtoga Moderaterna, að beita sér í málinu og koma flokksfélaga sínum til varnar. En hún segir tjáningarfrelsi ríkja í Svíþjóð og vill ekki að neinn sé útilokaður frá umræðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“