fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að fela sig fyrir lögreglu

Grunaður um akstur krossara undir áhrifum fíkniefna

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðborg Reyjavíkur klukkan rúmlega átta í morgun vegna gruns um akstur krossara undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann með meint fíkniefni í fórum sínum.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að áður en maðurinn var handtekinn hafi hann reynt að komast undan lögreglu á hjólinu. Hann fannst skömmu síðar eftir eftirför lögreglu þar sem hann hafði skilið við hjólið og falið sig skammt frá því.

Að sögn lögreglu hafði maðurinn meðal annars ekið upp á gangstétt þegar hann var að reyna að komast undan lögreglu. Skapaðist mikil hætta fyrir gangandi vegfarendur. Þá var torfæruhjólið ótryggt og ekki í löglegu ástandi.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var færður í blóðsýnatöku og í framhaldinu vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala