fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Austfirðingur sýndi enga iðrun fyrir að kýla föður sinn en býr samt með honum í dag

Maðurinn var dæmdur í árs fangelsi

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður búsettur á Austurlandi hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir heimilisofbeldi gegn föður sínum og að smygla 550 grömmum af hassi til Grænlands. Dómur féll í málinu í gær. Maðurinn á að baki talsverðan sakaferil en hann hefur hlotið 18 refsidóma frá aldamótum.

Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa, í eldhúsi sameiginlegs heimilis þeirra feðga, slegið föður sinn nokkur hnefahögg í höfuð og andlitið. Faðir mannsins hlaut talsverða áverka af þessu, þar með talið brot á andlitsbeinum vinstra megin. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist. Faðir mannsins þurfti að leggjast undir aðgerð og lá á sjúkrahúsi í nokkra daga.

Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ekki sýnt sérstaka iðrun fyrir dómi vegna líkamsárásar gegn föður sínum. Hann kvað þá feðga vera sátta í dag og sagðist hann annast föður sinn en hann býr enn á heimilinu. Dómari taldi að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi þessa staðhæfingar og það væri ekki til refsmildunar að hann byggi enn á heimilinu.

Líkt og fyrr segir var maðurinn jafnframt dæmdur fyrir fíkniefnasmygl til Grænlands farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat. Hann hafði falið 550 grömm af hassi í líkama sínum í 107 pakkningum. Hann var jafnframt gómaður við að stunda kannabisræktun í bílskúr við heimili þeirra feðga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“